Daglegt líf ?

Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu ogEinn banana til að fá kalíumSmile
 
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu tei ánSykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem ERnáttúrulega allra meina bót.Woundering
 
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, semTekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum semEnginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dagMun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.Frown
 
Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, ogDrekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.Og annað hvítt fyrir taugakerfið.Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn RedBull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þábúinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkarHeilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,Fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundraðSinnum.Með smá útreikningi ER ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir áDag að borða.Wink
 
Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.Cool
 
Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta; á eftir banananum, tannbursta ...Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleymatannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,Tennurnar...GetLost
 
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm semFara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjárStundir eftir, það ER að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þannDaginn.GetLost
 
Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekkiGleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu aðfá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).GetLost
 
Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf aðvökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það ER að segja ef þú ferð ífrí.Pinch
 
Síðan þarf að Vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og

Eina grein í tímariti til að bear upplýsingarnar saman.Gasp


 

 
Ah! Síðan ER það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að VeraFrumlegt og skapandi . Þetta tekur Sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki umTantra kynlíf!!!Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftirHverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara íSturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!Crying
 

 
Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin áþessum vanda, ER að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Tildæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þanniglítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu meðTannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi meðMakanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þúBurstar tennurnar.Var ein hendi laus?Blush
 
Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!FootinMouth
 
Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því aðHalda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann meðjógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá ávinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitthvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef égekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast áklósettið.Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.Wink
 
Ef ég mun senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þráttfyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.Blush

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Hehehe

Svanhildur Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband