Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla

Kæri lesandi. Ég vil óska þér gleðilegs árs og friðar á komandi ári. Ákvað að blogga smá í tilefni þessa síðasta dags ársins. Mitt áramótaheit verður að blogga aðeins meira en ég gerði á síðasta ári. Þetta hefur verið ansi skrautlegt ár Blush var búin að koma mér vel fyrir í sófanum góða með nýja og flotta flísteppið sem ég fékk í jólagjöf til að horfa á Kryddsíldina, meira að segja fékk Ingu systir og Arnar til að setjast með mér. Við vorum að vona að við fengjuma að sjá hann Tobba þjóna til borðs og bjórin hans pabba á borðum " Jökull" en engin Tobbi og engin Jökull því hann er víst uppseldur á Silfrinu ( það sagði Elsa systir) Wink nema hvað svo er fullt af fólki að mótmæla sem er réttur allra en að fremja skemmdarverk og vera með leiðindi það skil ég ekki og svo fór sem fór að þeir urðu að hætta útsendingu vegna skemmdarverkaWoundering hvað er að þessu fólki. Allt í lagi að mótmæla en þetta er tú mush FootinMouth það hafa allir sem misst, mis mikið, ég þekki fullt af fólki sem tapaði miklu....... en maður verður nú kunna sín takmörk.

Annars var þetta ár mjög gott framan af, ég fór í tvær utanlandsferðir á árinuSmile en býst ekki við að fara neitt á nýja árinu Frown en það er ný líka miklu skemmtilegra að gera hlutina þegar maður á fyrir þeim og svo eigum við líka yndislega fallegt land sem gaman er að skoða. Ég er ekki viss um margir íslendingar hafi t.d ferðast um vestfirðina, o.k en hefur þú farið niður á Rauðasand? dásmalega fallegt, Látrabjarg? Örlygshöfn? Tálknafjörð? Barðaströnd? þar finnur þú fallegust sandstrendur landsinsWink koma svo við í Flatey á leið heim ( með Baldri að sjálfsögðu) Wink og kíkja á Hótelið í Flatey og skoða fallegu húsin sem búið er að gera svo listilega vel upp, kíkja svo í kirkjuna og sjá Baltasar á altarerstöfluni þá ertu búinn að sjá alltWink eitt sem ég hef haft sem mottó í gegnum árin er að góðir hlutir gerast hægt og ef að eitthvað er of gott til að vera satt ( þá er það líklega satt) Gangtu hægt um gleðinnar dyr, kæri lesandi, ( passaðu þig að brenna þig ekki á puttanum í kvöld. GLEÐILEGT NÝTT ÁR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Gleðilegt ár Habba mín, já vonandi sjáumst við fljótlega, verð bara að fara að kíkja í Hólminn :-)

Ingibjörg R Helgadóttir, 6.1.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband