Svefneyjar
Ég er svo rík að eiga frábæra fjölskyldu. Pabbi á eyju í Breiðafirði með Dadda frá Grindavík Svefneyjar. Í fyrra sumar nánar í júlí 2007 komum við saman ég og systkini mín ásamt börnum og pabba og konuni hans Röggu. Þetta var frábær helgi. Það er mikið ævintýrir að fara út í eyjuna. Því að ef að farið er með Baldri er kemur maður við í Flatey, svo er farið í Austrann hans pabba og Austrinn festur við legu og svo er farið á litlum bát með utanborðsmótor því að mjög grunnt er að eyjunni, oftast lendum við í Hjallavör og þá er farið að traktor upp að húsi. Það eru tvö íbúðarhús í eyjunni eitt sem pabbi á og eitt sem Daddi á, fyrir utan fjós og hlöðu og ranakofinn frægi sem búið er að gera upp. Hann er talinn vera elsta hús á Íslandi fr 14 öld og svo eru fullt af rústum enda sögufræg eyja. Þetta er bara dásamlegt. Frá Svefneyjum kemur maður endurnærður til baka. Á vorin er farið í eggjaleit og svo í dúnleit. Eftir það fer maður þangað í afslöppun. Þessar myndir gefa bara smá innsýn í að vera þarna.