Svefneyjar

30. įgśst 2008 | 29 myndir

Ég er svo rík að eiga frábæra fjölskyldu. Pabbi á eyju í Breiðafirði með Dadda frá Grindavík Svefneyjar. Í fyrra sumar nánar í júlí 2007 komum við saman ég og systkini mín ásamt börnum og pabba og konuni hans Röggu. Þetta var frábær helgi. Það er mikið ævintýrir að fara út í eyjuna. Því að ef að farið er með Baldri er kemur maður við í Flatey, svo er farið í Austrann hans pabba og Austrinn festur við legu og svo er farið á litlum bát með utanborðsmótor því að mjög grunnt er að eyjunni, oftast lendum við í Hjallavör og þá er farið að traktor upp að húsi. Það eru tvö íbúðarhús í eyjunni eitt sem pabbi á og eitt sem Daddi á, fyrir utan fjós og hlöðu og ranakofinn frægi sem búið er að gera upp. Hann er talinn vera elsta hús á Íslandi fr 14 öld og svo eru fullt af rústum enda sögufræg eyja. Þetta er bara dásamlegt. Frá Svefneyjum kemur maður endurnærður til baka. Á vorin er farið í eggjaleit og svo í dúnleit. Eftir það fer maður þangað í afslöppun. Þessar myndir gefa bara smá innsýn í að vera þarna.

pabbi gamli á sófasettinu sínu
nafnar, pabbi og Gissur minn
líka hluti af ferðamáta í eyjunni
leikið í eyjunni
kveikjum eld, kveikjum eld
kríjunar að stríða
já traktorin góði
í Flatey
Inga systir, Sara og Sól frænka
Inga og Sólin í fílu
hluti af afkomendum pabba
Gissur, Sunna,ég, Ragga og pabbi
fyrir utan Ranakofann
flott mynd
ég,Inga og Elsa systir, Einar bróðir og pabbi að sjálfsöðgu fyrir framan
ég og systkini mín
ennþá flottari mynd
Elsa systir og Sara frænka
Arnar á traktornum
alltaf brenna
dásamlegt
á leið upp í hús
barnabörnin með afa gamla
á leið í húsið
á heimleið
alltaf brenna
Arnar og Sól
Breiðafjörður
Á leið með Baldri

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband