Jæja?

Jæja, góðan og blessaðan Smile mikið er nú gott að vera komin heimWoundering Er búin að vera undanfarna daga uppá Birfröst þar sem Gissur og litli Jón voru að flytja. Ég fékk að sjálfsögðu að fara með til að hjálpa til Wink Gerði alveg hrein ósköp. Til að byrja með þá var íbúðin ekki alveg eins og ég myndi skila af mérFootinMouth allavega var gaman að þrífa hana, maður sá fljótt árangur. Yndislegt þegar tuskan verður skítug eftir eina stroku? Held að Ingu systir hefði ekki þótt leiðinlegt að vera með mér þarna. Allavega þá hófust flutningar á mánudag ( eftir menningarnótt) svo fórum við restin uppí Borgarfjörð á þriðjudag á tveimur bílumSmile ég og Jón með fullan bíl og Gissur með drekkhlaðinn bíl. Stór áfangi í lífi þeirra og bara frábært að fá að vera þátttakandi í því. Kvöldið fór í það að byrja að þrífa og þrífa og svo a raða í skápa. Næsta morgun byrjaði svo litli Jón í nýja leikskólanum sem honum var farið að hlakka svo til að byrja í. Þeir feðgar voru klukkutíma í burtu á meðan fékk ég að vera ein heima í nýju íbúðinni þeirra að gera allt klárt. Gat afrekað heilmikið á þessum eina tíma. Nú svo þegar þeir koma heim þá spurði ég litla Jón hvernig var.... þetta er leiðinlegur leikskóli... nú, afhverju.. spurði ég.. það er ekkert dót... ég vil fara aftur heim í Stykkishólm. Uss þetta er góður leikskóli þú þarft bara að kynnast krökkunum og fóstrunum. En nei honum var ekki haggað. Þessi leikskóli hefur gott orð á sér en hann þarf bara að venjast honum, Hjallastefnuleikskóli er hann, kynjaskyptur og ólíkur þeim sem hann á að venjast. Í gær fórum við svo í Borgarnes að versla allt... já nánast allt sem þarf. Það vantaði krúsir, snaga, í matinn ojá bara nefnið það, við keyptum það. Þetta gekk allt eins og í sögu fyrir utan Leikskólann ( sama sagan í morgun) hann ætlar ekki að gefa sig litli þrjóskupúkinn, hann vildi bara fara heim með ömmu í Stykkishólm. En þetta lærist.  Gissur er mjög  bjartsýnn og lýst svo vel á sig, búin að fá nánast allar bækur, flytja lögheimilið gera húsaleigusamning og allt... þarna á staðnum. Mjög flott umhverfi og þetta legst mjög vel í hann. Bara frábært. Hreiðar tók rútuna áðan í Borgarnes til að aðstoða hann um helgina þar sem setningin á skólanum verður á laugardag og þá er engin leikskóli. Svo er nú stutt í  ömmu og afa Wink Já ég er bara nokkuð jákvæð þó að vissulega sé orðið tómlegt hér heima. Þeir tveir fluttir að heiman, Hreiðar farin til að passa litla Jón, Sunna farin yfir til Ellenar ( veit ekki hvenær hún kemur heim) Högni og Íris eru nefnilega erlendis. Þá er bara að finna rauðvínsflösku og hafa kósý kvöld í kvöld.  Jæja fleira var það ekki að sinni, en mikið rosalega er nú samt gott að vera komin heim eftir erfiða viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús á þig

Svanhildur Karlsdóttir, 29.8.2008 kl. 16:27

2 identicon

Kvitti kvitt,

Kær kveðja, Imba

Imba (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 17:13

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.8.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband