Danskir dagar :-)

Jæja þá er nú bara komið að því, danskir dagar um helgina í Stykkishólmi. Eða  de hyggelige danske dager, ja nu skal vi snakke dansk, husk det glade sind og det bred smil! Þetta hefur verið stærsta ferðahelgi ársins og vona ég að svo verði einnig í ár. Í bakaríinu verður opið allan sólarhringinn þ.e.a.s við opnun klukkna 8 á föstudagsmorgun og lokum klukkan 17 á sunnudag. Ég verð á næturvakt eins og undanfarin ár. Soldið öðruvísi en skemmtilegt. Eitt árið stóð ég vakt í 28 klukkutíma, ég er ekki að ljúga, og það geri ég aldrei aftur. Skreið heim upp í rúm...... held að ég hafi vaknað mjög seint, allavega var komin nýr dagur og ég var lengi að jafna mig. Þessa helgi hefur heimilið mitt verið undirlagt af gestum og hafa þeir bara þurft að sjá um sig sjálfir, fólk að mæta á vaktir á misjöfnum tímum.... flatsængur út um öll gólf svo áður en maður fer á næturvakt lýtur maður inní í stofu og þá eru komnir gestir sem maður hefur ekki séð lengi.. nei þú hér en gamanWink en það toppar nú ekkert söguna sem vinnufélagi minn sagði mér ( alveg dagsatt) sko tjaldstæði geta orðið vandamál hér í hólminum og þá tjaldar fólk bara hist og her. Eitt sinn heima hjá henni var farið að koma ótrúlegasta fólk að nota salernið og kíkja í ísskápinn. Pabbi hennar hélt að þetta fólk væru gestir hennar ( vinnufélaga míns) hann spurði hana hvað ertu eiginlega með marga gesti og hvaða fólk er þetta? hún kannaðist ekki við neitt af þessu LoL fyndið þetta fólk hafði tjaldað rétt við heimilið hennar og sá að það var gestkvæmt og það bara fylgdi með straumnum.  Við höfum verið mjög heppin hingað til með veður, 7,9,13 eitthvað er hann að spá rigningu ( átti að rigna í dag) en það er sól úti og vonandi verður þannig alla helgina. Allavega ef að þú ætlar þér að mæta á danska daga þá mætir þú með sól í hjarta. Ef að þú villt hitta á mig þá verð ég í bakaríinu að vinna frá kl. 22 til 8 á morgnanna. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kringSmile Vi glæder os til at se jer I weekenden. Hilsen Hrefna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Tveir synir mínir ætla á Dönsku dagana,,,,,þeir kíkja á þig ef þeir verða svangir

Svanhildur Karlsdóttir, 14.8.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

æ ég missti af dönskum þetta árið, hef sennilega misst af þeim í allt x4 og finnst þð alltaf jafnleiðinlegt. Verð að fara að koma í súpu, fæ alltaf vatn í munninn þegar ég hugsa um dýrindissúpurnar ykkar "I Love It"  

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.8.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband