26.10.2008 | 14:55
Æðislegt að vera aftur orðin 9 ára :-)
Þegar ég leit á dagatalið síðast var október 2008, eitthvað? En ég hef komist að því að það er alls ekki rétt heldur höfum við öll farið 33 ár aftur í tíman, aftur til ársins 1975.
Hér eru 5 atriði sem hægt er að rökstyðja það með;
1. Við eigum í stríði við breta.
2. Það eru gjaldeyrishöft.
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin í dag erum með Abba og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er sjálfstæðismaður...
og nýjasta pickup línan á djamminu í dag er ?............................... sæl /l ég er ríkisstarfsmaður.
26.10.2008 | 14:29
Góðan og blessaðann daginn :-)
Jæja nú er mál til komið að skrifta? Hafði smá tíma aflögu og prófaði að kíkja á bloggið mitt og sá að ég hafði ekki skrifað neina færslu síðan í enda ágúst o.k það er bara búið að vera mikið að gera. Ég var í sumarfríi allan september og gerði allt sem ég hafði látið bíða. Þannig er nú það. Síðast þá skrifaði ég um flutningana hans Gissur og litla Jóns. Það gengur svo vel hjá þeim miklu betra en ég þorði að vona. Jón er búinn að aðlagast leikskólanum og fílar hann í botn. Gissuri gengur vel í námi og er búinn að kynnast fullt af góðu fólki. Síðan þeir fluttu er Gissur búinn að koma tvisar heim í helgarheimsókn ( mömmumat ) og með smá óhreinan þvott og farið héðan úthvíldur og vel mettur. Litli Jón kom að sjálfsögðu með. Þeir feðgar voru hér á síðustu helgi og var sú helgi ógleymanleg ( ætla ekki nánar út í það) en þessi heimsókn olli töluverðu uppnámi á mínu heimili. Nú svo er ég búin að vera vinna smá í bakaríinu í afgreiðsluni og hér heima í bókhaldinu. En mikið af tíma mínum hefur verið vinna i kringum Emblurnar. Það eru tveir stjórnarfundir sem hafa verið hér heima og þrír félgasfundir. Skipulag í kringum fundina, nefndarskiparnir og niðurröðun á fundum. Finna fundarstað og leita eftir tilboðum. Fá tilboð í mat, senda tölvupóst á allar Emblur og svara póstum frá þeim. Síðasti fundur sem var s.l miðvikudag gekk mjög vel. Við fengum heimsókn frá Zontaklúbbnum Emblu frá Reykjavík. Við hittumst kl. 18.30 uppá Hóteli og borðuðum allar saman, og eftir félagsmál og kynningu á báðum félögum enduðum við fundinn niður í Frúarhúsi. Þar var höfðinglega tekið á móti konum en ekki við öðru að búast þegar Rakel á í hlut. Góður félagsskapur og fallegt umhverfi í einu af flottasta húsi bæjarins. Það er bara ekkert sem getur toppað það. En nú læt ég staðar numið. Ætla að skella mér í smá göngutúr og verða ofvirk þegar ég kem heim Þangað til næst. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring.
28.8.2008 | 17:34
Jæja?
Jæja, góðan og blessaðan mikið er nú gott að vera komin heim Er búin að vera undanfarna daga uppá Birfröst þar sem Gissur og litli Jón voru að flytja. Ég fékk að sjálfsögðu að fara með til að hjálpa til Gerði alveg hrein ósköp. Til að byrja með þá var íbúðin ekki alveg eins og ég myndi skila af mér allavega var gaman að þrífa hana, maður sá fljótt árangur. Yndislegt þegar tuskan verður skítug eftir eina stroku? Held að Ingu systir hefði ekki þótt leiðinlegt að vera með mér þarna. Allavega þá hófust flutningar á mánudag ( eftir menningarnótt) svo fórum við restin uppí Borgarfjörð á þriðjudag á tveimur bílum ég og Jón með fullan bíl og Gissur með drekkhlaðinn bíl. Stór áfangi í lífi þeirra og bara frábært að fá að vera þátttakandi í því. Kvöldið fór í það að byrja að þrífa og þrífa og svo a raða í skápa. Næsta morgun byrjaði svo litli Jón í nýja leikskólanum sem honum var farið að hlakka svo til að byrja í. Þeir feðgar voru klukkutíma í burtu á meðan fékk ég að vera ein heima í nýju íbúðinni þeirra að gera allt klárt. Gat afrekað heilmikið á þessum eina tíma. Nú svo þegar þeir koma heim þá spurði ég litla Jón hvernig var.... þetta er leiðinlegur leikskóli... nú, afhverju.. spurði ég.. það er ekkert dót... ég vil fara aftur heim í Stykkishólm. Uss þetta er góður leikskóli þú þarft bara að kynnast krökkunum og fóstrunum. En nei honum var ekki haggað. Þessi leikskóli hefur gott orð á sér en hann þarf bara að venjast honum, Hjallastefnuleikskóli er hann, kynjaskyptur og ólíkur þeim sem hann á að venjast. Í gær fórum við svo í Borgarnes að versla allt... já nánast allt sem þarf. Það vantaði krúsir, snaga, í matinn ojá bara nefnið það, við keyptum það. Þetta gekk allt eins og í sögu fyrir utan Leikskólann ( sama sagan í morgun) hann ætlar ekki að gefa sig litli þrjóskupúkinn, hann vildi bara fara heim með ömmu í Stykkishólm. En þetta lærist. Gissur er mjög bjartsýnn og lýst svo vel á sig, búin að fá nánast allar bækur, flytja lögheimilið gera húsaleigusamning og allt... þarna á staðnum. Mjög flott umhverfi og þetta legst mjög vel í hann. Bara frábært. Hreiðar tók rútuna áðan í Borgarnes til að aðstoða hann um helgina þar sem setningin á skólanum verður á laugardag og þá er engin leikskóli. Svo er nú stutt í ömmu og afa Já ég er bara nokkuð jákvæð þó að vissulega sé orðið tómlegt hér heima. Þeir tveir fluttir að heiman, Hreiðar farin til að passa litla Jón, Sunna farin yfir til Ellenar ( veit ekki hvenær hún kemur heim) Högni og Íris eru nefnilega erlendis. Þá er bara að finna rauðvínsflösku og hafa kósý kvöld í kvöld. Jæja fleira var það ekki að sinni, en mikið rosalega er nú samt gott að vera komin heim eftir erfiða viku.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 10:26
Hvaða dagur er í dag?
Góðan og blessaðan er svona öll að koma til eftir síðustu helgi. Dönsku dagarnir í ár voru aðeins öðruvísi en verið hafa undanfarin ár þ.e.a.s ofboðslega mikið af ungum krökkum á fyllerí og þá er ég að tala um börn á grunnskólaaldri. Ég afgreiddi t.d eina unga snót mjög sæt stelpa sem að var vel í glasi og mér brá all verulega þegar ég leit aftan á debetkort henna og sá að hún var fædd 1995 svo var mikið verið að brjóta og skemma. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður á þessum dögum. Ég hefði viljað sjá meira af fjölskydlufólki? en það er ekkert að marka mig því ég var að vinna í bakaríinu frá klukkan 17 á daginn og fram til 9 næsta morgun ( bara um helgina) ég er sko engin hetja, rétt hafði þetta af og er eins og ég segi öll að koma til. Opnaði tölvugarminn rétt áðan og sá að ég hafði eignast nýjan bloggvin, velkomin Gunna á Bensó ( þú heitir það). svo að ég fari úr einu í annað þá náði ég að horfa á landsleik Ísland-Pólland í morgun og þá vaknaði maður svona allt í einu og eftir 3-4 kaffibolla. Er núna að fylgjast með leik dana og króata á dönsku rásinni. Þetta er eitt af því skemmtilegra sem ég geri að horfa á landsleik í handbolta ( fótbolta,körfubolta.... nema hvað, þegar ég skreið framm úr einn morguninn til að horfa á leik Íslands-suður-kórea (man ekki hvaða dag) allavega eldsnemma var það kl. 5 ?hver haldið þið að hafi ekki setið í stúkunni á sjálfum Ólympíuleikunum Linda vinkona og Bogi hennar og strákarnir þrír, mikið var ég nú glöð að sjá hana og veita strákunum okkar stuðning. Maður sér Lindu orðið svo sjaldan þannig að þetta gladdi mitt hjarta verulega og ég vaknaði í hvelli og eftir þrjá-5 kaffibolla. Nú er lag að kíkja á stöðuna í leik dana. Hugsið ykkur litla Ísland er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum ÁFRAM ÍSLAND.
13.8.2008 | 17:29
Danskir dagar :-)
Jæja þá er nú bara komið að því, danskir dagar um helgina í Stykkishólmi. Eða de hyggelige danske dager, ja nu skal vi snakke dansk, husk det glade sind og det bred smil! Þetta hefur verið stærsta ferðahelgi ársins og vona ég að svo verði einnig í ár. Í bakaríinu verður opið allan sólarhringinn þ.e.a.s við opnun klukkna 8 á föstudagsmorgun og lokum klukkan 17 á sunnudag. Ég verð á næturvakt eins og undanfarin ár. Soldið öðruvísi en skemmtilegt. Eitt árið stóð ég vakt í 28 klukkutíma, ég er ekki að ljúga, og það geri ég aldrei aftur. Skreið heim upp í rúm...... held að ég hafi vaknað mjög seint, allavega var komin nýr dagur og ég var lengi að jafna mig. Þessa helgi hefur heimilið mitt verið undirlagt af gestum og hafa þeir bara þurft að sjá um sig sjálfir, fólk að mæta á vaktir á misjöfnum tímum.... flatsængur út um öll gólf svo áður en maður fer á næturvakt lýtur maður inní í stofu og þá eru komnir gestir sem maður hefur ekki séð lengi.. nei þú hér en gaman en það toppar nú ekkert söguna sem vinnufélagi minn sagði mér ( alveg dagsatt) sko tjaldstæði geta orðið vandamál hér í hólminum og þá tjaldar fólk bara hist og her. Eitt sinn heima hjá henni var farið að koma ótrúlegasta fólk að nota salernið og kíkja í ísskápinn. Pabbi hennar hélt að þetta fólk væru gestir hennar ( vinnufélaga míns) hann spurði hana hvað ertu eiginlega með marga gesti og hvaða fólk er þetta? hún kannaðist ekki við neitt af þessu fyndið þetta fólk hafði tjaldað rétt við heimilið hennar og sá að það var gestkvæmt og það bara fylgdi með straumnum. Við höfum verið mjög heppin hingað til með veður, 7,9,13 eitthvað er hann að spá rigningu ( átti að rigna í dag) en það er sól úti og vonandi verður þannig alla helgina. Allavega ef að þú ætlar þér að mæta á danska daga þá mætir þú með sól í hjarta. Ef að þú villt hitta á mig þá verð ég í bakaríinu að vinna frá kl. 22 til 8 á morgnanna. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring Vi glæder os til at se jer I weekenden. Hilsen Hrefna.
11.8.2008 | 17:26
Aldurstengdur athyglisbrestur?
Gömul og góð saga, allavega á að vera hægt að brosa út í annað
Ég hef á seinni árum verið plöguð af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp: Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfuð borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er. Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki. Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherbergi fyrst svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttin minn, aðþrengdar eiginkonur. Á leið í sjónvarpsholið rakst ég handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að letia að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætalaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína.... ef ég finna hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera!!! Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailnum og var auk þess búin að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu. Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætal að leita mér hjálpar við. Þessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða Age Activated Attentinon Deficit Disorder" á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur"11.8.2008 | 08:48
Mánudagur til mæðu?
5.8.2008 | 20:41
Þriðjudagur til þrautar?
3.8.2008 | 22:20
Stjörnuspá fyrir Ljónið
1.8.2008 | 17:54
Góða verslunarmannahelgi!
Kona ein fór í bíó með börnin sín þrjú. Í hléinu ákvað hún að gefa börnunum ís og fór því í sjoppuna.
Nú, þegar öll börnin eru komin með ísana sína og hún er búin að borga langar konuna skyndilega líka í ís.
Hún segir því táningsstúlkunni sem var að afgreiða hana að sig langi líka í ís og hún skuli bara skella honum á kortið. Hún réttir svo stúlkunni krítarkortið sitt.
Stúlkan starir á hana og hváir við.
,,Mig langar í ís lika, skelltu honum bara á kortið," endurtekur konan.
Ok segir stúlkan, tekur kortið, fer að ísvélinni, tekur í handfangið og
skellir einu stykki ís beint á kortið sem hún hélt á í hinni höndinni.
Það þarf vart að taka það fram að þeir mörgu sem urðu vitni að þessum
atburði störðu í fyrstu furðu lostnir á ísinn á kortinu en sprungu svo úr
hlátri.....
Já, það er víst satt sem sagt er, raunveruleikinn slær skáldskapnum við...