Frábært að fá viðbrögð

Ég bara varð að skrifa smá færslu Smile ég varð svo rosalega ánægð að sjá að gömul skólasystir hafði skrifað inná gestabókina mínaJoyful engin önnur en Lóló, sem heldur að ég muni ekkert eftir henniWink auðvitað man ég vel eftir þér Lóló mín, aðal stuðboltinn og svo orkumikil stelpaSmile alltaf fljót að svara fyrir sig.( það var Lóló sem fattaði uppá kjúklingunum LoL, vona að þið skiljið hvað ég á við)  Nú svo vorum við í jazzballet hópnum hennar Jónínu. En ein minning sem kom upp í huga minn var þegar Lóló kom til mín í heimsókn með fleiri stelpum uppí Arahóla þegar ég var í FB. Henni datt það snjallræði í hug að búa til karamellurSmile ( svo saklaust) svo sátum við allar inní stofu og átum uppúr pottinum. Bara æðislegt minning sem ég gleymi aldrei. Takk fyrir að skrifa í gestabókina Lóló og það verður gaman að hitta þig i sumar.

p.s mikið væri nú gaman að geta hitt einhverja eða náð aðeins meira sambandi við fólk áður en við hittumst. ( svona hrista mannskapinn aðeins saman) bara hugmynd. Hilsen úr hólminum/ það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring/ sangria og sól. kveðja Habba


Ástarpungar í Hólminum-)

ÆI svo bara varð ég að láta þessa flakka með, var að koma út í blaði frá Land og Sögu. Ef að þú átt leið hjá þá endilega kíktu við og fáðu þér punga Wink verst að myndin skuli ekki fylgja með. 

Við Nesveg 1 í Stykkishólmi er Nesbrauð, bakarí og konditorí sem Hrefna Gissurardóttir hefur rekið frá því 2004. Reyndar hefur alltaf verið bakarí í Stykkishólmi frá því 1904 - en ekki í húsinu við Nesveginn.

„Þetta er bakarí með konditori," segir Hrefna. „Við erum með léttar veitingar; súpur, pastarétti og smurt brauð og fólk getur hvort heldur borðað á staðnum eða tekið með sér - en hér inni í konkditoríinu erum við með pláss fyrir tuttugu gesti. Síðan erum við með stóran pall fyrir utan húsið. Á góðum dögum er oft margt um manninn hjá okkur og þá er stuð á pallinum. Á Dönskum dögum hér í Stykkishólmi höfum við haft opið allan sólarhringinn - og það vekur mikla lukku. Við erum rétt við tjaldstæðið og fólk kemur þá gjarnan við hjá okkur á leið í tjöldin, um miðja nótt eða undir morgunn, til að fá sér súpu. Ef við höfum ekki tilbúna súpu, spyrjum við bara hvaða súpu fólk vill - og eldum hana." Og brauðúrvalið er gott í Nesbrauðum. Hrefna segist vera með frábæran bakara. „Við erum með allar tegundir af brauði og það er allt bakað hér á staðnum. Vinsælustu brauðin hafa verið Nesbrauð, sem er súrdeigsbrauð með spelti og síðan er Miðjarðarhafsbrauðið okkar ákaflega vinsælt. Um helgar aukum við fjölbreytnin og erum þá með meira af suðrænu brauði, eins og hvítlauksbrauð, tómatbrauð og slíkt. En það sem er alvinsælast eru ástarpungarnir. Ég held að við séum eina bakaríið á landinu sem selur nýsteikta ástarpunga og kleinur alla daga. Af einhverjum ástæðum hafa ástarpungarnir okkar lent inn í ferðamannabæklingum og það er algengt hingað komi útlendingar, með bækling í höndum, og biðji um „asatarapunga," Í Nesbrauðum er opið alla dag,frá klukkan 08-18 frá mánudögum til föstudaga og frá 08-17 á laugardögum og sunnudögum.


Þegar Gunnar bakari byrjaði hjá okkur:-)

Það er alltaf gaman þegar nýtt fólk kemur til starfa, en Gunnar gerði það haustið 2007. Við þessa frétt birtust myndir en það tókst ekki að afrita þær með svo ég lét þær undir Nesbrauð bakaríið mitt albúmið Smile en svohljóðandi frétt birtist í blaðinu....  
Nesbrauð komið með bakarameistara

Nesbrauð hafa ráðið nýjan bakarameistara til starfa og hann hóf störf í gær. Hann heitir Gunnar Þór Guðmundsson og er reyndur í „bakarísbransanum“ þó ungur sé að árum, hefur m.a. starfað hjá Jóa Fel, Bakaranum á hjólinu og Sandholt og nú síðast hjá Kökuhorninu í Kópavogi, svo eitthvað sé nefnt af litla höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar er heldur ekki ókunnur Vesturlandinu því hann starfaði einnig um tíma í Borgarnesi.  Arnar og Hrefna eigendur Nesbrauðs voru búin að reyna um tíma að ráða til sín bakarameistara en skortur á leiguhúsnæði var þar helsta vandamálið.  Það vantar algjörlega í Hólminn leiguhúsnæði til langtíma leigu.  Hér er nánast einungis í boði húsnæði sem hægt er að leigja yfir vetrartímann eða þá þá húsnæði sem er jafnframt til sölu og því ekki hægt að treysta á að hafa til langs tíma.  Fólk er því eðlilega ekki tilbúið til að koma í ótryggt húsnæði.  Arnar og Hrefna eigendur Nesbrauðs  hafa rekið bakaríið af myndarskap frá því að þau tóku við því og sýnt að þau hafa metnað til að reka gott bakarí.  Þau gerðu því það sem þurfti til til að geta ráðið nýjan bakarameistara til Nesbrauðs og keyptu því húsnæði til bjóða nýjum starfskrafti til leigu.  Og það dugði og nú er semsagt bakarmeistarinn og Kópavogsbúinn Gunnar Þór kominn til starfa og vonandi kemst hann að því að þó það sé gott að búa í Kópavogi, þá er enn betra að búa í Stykkishólmi.


Þessi frétt byrtist í mogganum eftir að við opnuðum, mikið ævintýri þá?

Þegar við Arnar eignuðumst Nesbrauð þá birtist þessi frétt í Morgunblaðinu ( hún er skrifuð af einum af okkar besta vini Gunnlaugi Árnasyni) þetta voru erfiðir tímar og þvílík stór ákvörðun. Ég fann þessa frétt á netinu, var að leita og vil bara fá að deila henni með þeim sem nenna að lesa um okkur. Síðan hefur mikið breyst og ætla ég að birta aðra frétt um hinn nýja bakarann okkar. Og ef þið skiljið spænsku þá á ég rosa frétt frá spænskum blaðamanni sem tók við okkur viðtal fyrir tveimur árum.  

Bakarí hefur verið opnað á nýjan leik í Stykkishólmi

Það sannast að öllu gamni fylgir nokkur alvara

Nýir eigendur Hrefna Gissurardóttir og Arnar Hreiðarsson eru hér ásamt Guðmundi Teitssyni bakara, sem er aftur byrjaður af baka af kappi.
Nýir eigendur Hrefna Gissurardóttir og Arnar Hreiðarsson eru hér ásamt Guðmundi Teitssyni bakara, sem er aftur byrjaður af baka af kappi.
Stykkishólmur | Í Stykkishólmi hefur verið rekið bakarí frá því árið 1904, þegar innréttað var bakarí í Svarta pakkhúsinu. Í 100 ár hafa Hólmarar vanist því að geta farið út í bakarí og keypt glóðvolgt bakkelsi.

Stykkishólmur | Í Stykkishólmi hefur verið rekið bakarí frá því árið 1904, þegar innréttað var bakarí í Svarta pakkhúsinu. Í 100 ár hafa Hólmarar vanist því að geta farið út í bakarí og keypt glóðvolgt bakkelsi. Það voru vonbrigði í haust þegar bakaríinu var lokað og KB banki keypti eignir þess og kveið fólk fyrir því að þessum kafla í verslunarsögu Stykkishólms væri lokið.

Í miðjum jólaundirbúningi og með bjartsýni í poka ákváðu hjónin Arnar Hreiðarsson og Hrefna Gissurardóttir að kaupa bakaríið og hefja þar rekstur að nýju. Þau opnuðu laugardaginn 5. febrúar breytt og mikið endurbætt bakarí og fengu þau strax hlýjar móttökur bæjarbúa.

"Mig langaði til að breyta til. Ég hef verið sjómaður í 19 ár og þar af kokkur á Ársæli SH 88 í 18 ár og fannst vera komið nóg af sjómennsku," segir Arnar er hann var spurður um ástæðu þess að hefja eigin atvinnurekstur.

"Ég ætlaði mér aldrei að vera sjómaður, en árin hafa liðið ansi fljótt. Ég sagði í gríni við Hrefnu konu mína hvort við ættum ekki að kaupa bakaríið þegar það fréttist að það væri komið í eigu bankans. Svo gerðist ekkert fyrr en Hrefna hringdi í mig út á sjó og spurði hvort ég hefði verið að meina eitthvað með þessum orðum, því hún hafði frétt að tilboð væru farin að koma í bakaríið. Við náðum samningum um kaupin og tókum við húsinu um áramót. Það sannast að öllu gríni fylgir einhver alvara."

Arnar segir að það hafi ekki verið nóg að taka við lyklunum og byrja rekstur. "Bakaríið var mjög illa farið og ég hef smíðað nánast allt nýtt innandyra. Það má heita að aðeins úthliðin hafi sloppið. Frá áramótum hef ég hef unnið alla daga vikunnar fram að miðnætti eða lengur, því markmiðið var að opna fyrir bolludaginn og það tókst. Hrefna hefur haft nóg að gera við að þrífa húsið og foreldrar Arnars frá Tálknafirði hafa lagt þeim mikið lið við að koma rekstrinum af stað."

Þau hjón voru spurð hvort ekki væri erfitt að ætla sér að reka bakarí við hliðina á Bónusverslun í ekki stærra bæjarfélagi. Þau sögðust engar áhyggjur hafa af Bónusi. "Með Bónusversluninni kemur fleira fólk í bæinn og fleiri líta inn hjá okkur. Ef til vill verður eitthvert samstarf, en þeir hafa ekki talað við okkur og við ekki við þá, enn sem komið er," segir Arnar.

Bakaríið heitir Nesbrauð og verður sambland af bakaríi og kaffihúsi. Boðið verður upp á súpu og brauð, pasta og salöt og kökur. Þau hafa ráðið til sín bakara. Hann er ekki af verri endanum því um er að ræða Guðmund Teitsson sem rak hér bakarí í áratugi. Hann er kominn aftur á sinn gamla stað og tekinn við að baka eftir nokkurra ára frí.


Smile vá ég var netlaust í tvo sólarhringa. Gat ekkert, ekkert smá hvað maður þarf að nota þetta mikið þegar það er ekki hægt. Allavega allt í sómanum, búin að koma mér voða vel fyrir á nýju skrifstofunni. Þráðlausa netið nær ekki inn í nýju skrifstofuna því þurfti að beintengja tölvuna. Og það sem-sagt tókst fyrir stuttu Smile vá svo sá ég að Svanhildur hin eina sanna frá Markhöfða er orðin bloggvinurWink það verður gaman að endurnýja kynnin við hana.  Hef ekki hitta hana í xxx mörg ár.  Vá svo las ég nýjustu færsluna inná RSK síðunni (ekki Ríkisskattstjóra Wink) að það ætla bara nokkrar hræður að mæta á hittinginn þann 9. ágúst n.k.  Mig langar að fara á föstudeginum en sé það ekki alveg vera að gerast ( hugsið ykkur bara ég ein með rauðvínsglas að skála fyrir mér) neeii. Hvar eru allir. Allavega er ég ekki á þessum lista og er búin að senda fyrirspurn um það þar sem ég taldi mig vera búna að skrá mig. Er samt í einhverju basli með netpóstinn ( alveg satt) Errm þangað til næst, það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring.Cool kveðja Hrefna/Habba

 


Dásamlegur mánudagur

  • Vá þetta er bara búinn að vera góður dagur ( eins og allir dagar eru) afhverju myndu sumir spyrja, jú í dag fékk ég nýju skrifstofuna mína afhenta með mublum og alles. Mikið er ég búin að hlakka til að fá almennilega aðstöðu við bókarastörfin hér heima ( það er ekki hægt toppa sýsló) Wink þar er náttúrlega allt pottþétt. Nema hvað Wink þegar við eignuðumst litla barnið ( Nesbrauð) þá vantaði bókara og ég var sjálfkjörin í það starf. Skrifstofan sett upp í litla herberginu ( þar sem Gissur var fluttur að heiman) en svo flutti Gissur aftur heim og þá orðinn tvöfaldur ( eins og þið vitið) og þá var bókarafíflinu búin til aðstaða inni í litlu skoti í svefnherberginu ( getur orðið solidð pirrandi, þegar Arnar þarf að vakna klukkan 5 á morgnana til að baka) Woundering ég er nefnilega B- manneskja og finnst gott að vinna á næturnar.Og það er náttúrlega ekki hægt þegar annar aðilinn í herberginu þarf að sofaBlush svo ofan á allt bilaði talvan inní herbergi og hef ég þurft að notast við gamla fartölvu sem ( ekki er fartölva í þeirri merkingu) inní eldhúsi. Nema hvað Pouty ég er búin að vera á algjörum vergangi með skrifstofuaðstöðu. Hugsið ykkur bara, Vsk dagur og þá er ekki hægt að snæða kvöldverð ( sem er það allra heilagsta á daginn) við eldhúsborðið. Þannig að þið hljótið að  gleðjast með mér þar sem Arnar er búinn að búa til æðislega flotta aðstöðu fyrir mig. Flottasta herbergið í húsinu ( sem aldrei hefur almennilega verið notað) fannst fyrir algjöra tilviljun í tiltekt Wink Hvernig er það hægt, komið bara og sjáið. Akkúrat núna er ég að fara að koma mér þar fyrir. Sendi myndir seinna. Ég bara varð að fá deila þessu með ykkur. Þangað til næst, það er
  • blessuð blíðan og bæirnir allt um kring Smile Hrefna/Habba

 


Helgin framundan :-)

Jæja þá er  helgin framundan en þó ekkert helgarfrí hjá mér þar sem slatti af fólki sem  er í vinnu hjá mér verður ekki að vinnaWoundering en þetta reddast. Ég hvíli mig bara þegar ég verð gömulWink Mikið varð ég nú glöð þegar ég sá það á bloggi Herdísar að gullið mitt hafði ratað í réttar hendur og mikið væri nú gaman að geta hitt á hana n.k sunnudag. Okkur Arnari er boðið í skírn hjá litla stráknum hennar Maríu og í fimmtugsafmæli hjá Dalla. Vonandi að við komumst, það er nefnilega ekki víst í dag Frown . Æi það er bara svona þegar maður rekur fyrirtæki. Ég hef alltaf sagt að það sé eins og að eiga lítið barn( tvíbura)  með mikla magakveisu, með athyglisbrest  sem þarf stöðugua umönnun. Það er andvökunætur og allar nætur þar sem barnið grenjar og svo getur það ekki lært að ganga. En það kemur að því að öll þessi þroskafrávik hættaGasp ætla bara rétt að vona það. Já þetta var svona samlíking á því að reka fyrirtæki ( fyrstu árina,allavega)  en úr einu annað, er búin að taka ákvörðun og stefni bara á það að fara á Reykjaskólamótið, og ég fer víst ein? þar sem Arnar kemst ekki með? (Litla barnið með þroskafrávikin, vill ekki leyfa honum það) ég hafði af því smá áhyggjur, Herdís fullvissaði mig um að það væru þarna flest allir án maka í fortíðarleyt eins og ég ætla að vera. Ryfja upp og hitta fólk sem ég hef ekki séð í mörg,mörg ár. Ég er meira að segja að pæla í að mæta á föstudeginum til að halda uppá á afmælið mitt með einhverjum sem þar verða mætt Wink   þar kemur bara í ljós? En mikið er nú gott að vera búin að taka þessa ákvörðun. Hlakka bara til. Þangað til næst.  Habba/Hrefna        

 


Lífið og tilveran

Cool  Góðan og blessaðan. Ég er bara nokkuð góð.  Leit inná þessa síðu í kvöld og sá að ég hafði fengið 81 heimsókn Errm  trúi því nú varla. Þar sem ég er ekki vel kynnt þá geri ég ráð fyrir því að það séu mest allt gamlir skólafélagar sem eru að kíkja í heimsókn sem ég fagna Kissing  finnst rosa gaman að fá gesti. En endilega, ef þú mátt vera að kæri lesandi þá fyndist mér frábært ef að þú myndir skrifa í gestabókina.... plíííssWink  það er ein heiðurskona sem hefur skrifað í hana og það er ung skólasystir mín og vinkona sjálf Herdís Siglfirðingur með meiru. Ég hef í gegnum árin því miður ekki haft tök né tækifæri til að umgangast mín kæru skólasystkini nema þá helst hana Nínu sem er líka frá Siglufirði og fyrir það er ég mjög þakklát, frábært stelpa Happy  en það er bara frábært að kíkja inná síðu Reykjaskóla og sjá hvað hún Herdís er dugleg að blogga inná hana. Ég ætla að fara með myndaalbúmið mitt til hennar því hún er svo mikil tæknigúrú og ætlar hún að sitja vonandi allar myndirnar mínar inná síðunaHalo  ég átti nefnilega eiginlega heima í ljósmyndakompunni góðu, var orðin nokkuð góð( ótrúlegt) að blanda saman ýmsa vökva, leggja filmu í bleyti og skola og kópera o.s.frv. ég á myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Hlakka til að fá að sýna þær. En þangað til bestu kveðjur. Habba

Reykjaskólatímabilið :-D

Þessar minningar eru ritaðar af því tilefni að þann 9.ágúst n.k ætlar hópur fólks sem voru nemendur á Reykjaskóla í Hrútafirði að hittast. 28 ára afmæli er það kallað ( það getur reyndar ekki verið að það sé svo langt síðan) en þetta ár er eitt það skemmtilegasta í mínum minningum.  Fyrir alveg rosalega mörgum árum ( þegar ég var unglingur) :-) (er það SAMT enn) var ég send í , heimavistarskóla vegna þess að ég var víst baldin?óþekk og var á villigötum? ( mamma sagði það) og hvað haldið þið ég var send á Reykjaskóla í Hrútafirði? gjörsamlega á hjara veraldar að mér fannst.Ég hafði að vísu verið í sveit tvö sumur í Hrútafirði( að passa litla stelpu) á bæ sem heitir Markhöfði, rétt hjá Borðeyri. Mér hefur aldrei leiðst jafn mikið á ævini og þessi tvö sumur. Eina tilbreytingin í mínu lífi þá var að fá að fara með í Kaupfélagið á Borðeyri :-). Á þessu heimili var ekki einu sinni sjónvarp og fékk égeitt laugardagskvöldið að horfa á sjónvarp á símstöðinni á Brú ( einhverri kommúnu þar) :-) en ég var heppin að því leiti að fólkið sem ég var hjá voru frábær og litla stelpan ekki síður, allavega ( þetta var svona útidúr) ég var send á heimavistarskóla.... og leist mér ekkert á það en ákvað að gegna mömmu og pabba. Fyrsti dagurinn var sá ömulegasti í mínu minniklukkan 17.30 langaði mig út að reykja rakst þar þá á gamlan mann með skegg ( kennari) ( hann var ekki svo gamall eftir allt, þetta var sögukennarinn) sem rak mig inn og sagði að mér að fara að  læra?það væri útivistarbann og á þessum tíma ættu allir að vera læra ( lestímar, var þetta kallað) ég varð fúl, fór inni í fússi og leið eins og ég væri í fangelsi. Þarna þekkti ég engan og sá ekki tilganginn í því að hanga þarna, langaði heim. það átti eftir að breytast, næstu dagar fóru í að aðlagast og áður en ég vissi af var ég búin að kynnast fullt af skemmtilegum krökkum. Þessi tími er í dag í mínum minnigum það skemmtilegasta sem ég hef upplifað auðvitað kom upp heimþrá stöku sinnum en krakkarnir sem voru á þessum stað voru svo frábær.Auðvitað gerði maður skammastrik ? strauk af vistinni yfir á strákavistina og svo framvegis. Einu gleymi ég aldrei þegar að það átti að vera lestími þá var nokkuð að krökkum inni hjá mér ( nefni engin nöfn) allir voru að reykja   ( sem mátti alls ekki inni á herbergjum) svo sem betur fer voru allir farnir? þegar kennarasveit stormar inn til mín og var þar okkar ástkæra Jónína fremst í flokki ( hún bjó nefnilega fyrir ofan mig) hún spyr (frekar pirruð) var verið að reykja hér inni ( ég sat þarna ein í þvílíkum reykjamökk) ,,nei sagði ég" ? hvurslags spurning er þetta, Habba ég sé þig varla fyrir reyk ég bý hérna fyrir ofan þig og vil ekki eiga það á hættu að það kvikni í og hvað þá? Hverjir voru með þér? “O.k sagði ég, ég nennti ekki á smókinn svo ég kveikti mér í,,J hverjir voru með þér, enginn var svar mitt. Ég var kölluð til Bjarna skólastjóra og ég stóð við það sem ég sagði, mér var í raun skit sama um allt. So what?? Rekin það var bara kúl. Þannig að ekkert varð úr neinu, þau trúðu mér ekki að ég hefði reykt öll þessi ósköp og vissu að ég var að hilma yfir einhverjum og ekkert varð úr neinu. Ég gerði eftir þetta mikið í því að ögra fólkinu sem bar vissar skyldur yfir mér. Það þykir mér í dag leiðinlegt, en batnandi mönnum er best að lifa.Annað minnisstætt atvik var þegar ég og nokkrar stelpur sem voru á Vesturvistinni ( held Linda og Gunna Dóra ) J afsakið stelpur þetta var soldið fyndið. Okkur langði svo í smók og vildum ekki að fá Jónínu á náttsloppnum niður ákváðum þess í stað að fara inn í skúringarkompu að reykja. Þá fór Gunna Dóra að kenna okkur mjög skemmtilegar vísur ( soldið dónó) við  gleymdum okkur alveg, sátum þarna og reyktum og sungum klámvísur hástöfum við vorum nýbúnar að drepa í þegar Bói kennari opnar hurðina (frekar fúll en samt alltaf stutt í brosið ) jæja stelpur hvað eru þið að gera, “ við syngja,, voruð þið að reykja? “ við neeiiii,, ( við vorum sko búnar að drepa í) mjög skemmtileg minning.( Bói var dönskukennari og honum fannst okkar afsökun mjög skemmtileg, en hún var sú að við hefðum verið að æfa okkur fyrir árshátíðina) JÞessi skrif  ættu að heita ég man, ég man þegar flest allir fengu matareitrun og allur klósettpappírinn kláraðist? Ég man eftir þeirri stundu að við biðum eftir að heimsendir væri yfirvofandi. Ég man eftir þegar ég dansaði jazzballet í Laugardalshöll og fimleikaskórninir mínir gáfu sig í miðjum dansi                          ( þannig að tærnar sputtu fram) stelpurnar sem voru við hlið mér fengu hláturskast en við klárðuðum þó JÉg man eftir snúðunum hans Bóa og þegar strigaskórinn hans Ísaks lenti ofan í miðjum glassúrsfötunni inni í matsal. Ég man eftir kjúklingnum. Ég man eftir stráknum sem var alltaf að hringja heim í mömmu sína ??    ég man eftir stráknum sem átti flottu lakkskóna ( Jón Þór ?) ég man eftir stórtónleikum Þursaflokksins og þegar Bubbi og Egó kom, ég fékk áritun á brjóstin J Ég man eftir Diskó-kvöldunum og Badda Diskó. Hippabandið besta hljómsveit sem hefur verið uppi.Söngvarinn ofurflottur þegar hann lá á gólfinu og söng. Ég man þegar ég var sett í markið þegar spila átti handbolta ( hafði aldrei spilað hann áður) ég varð svo fúl yfir öllum mörkunum og þvílíkt hvað sumir voru miklir fantar að skjóta á mig að ég labbaði út í miðjum leik öskureið yfir þessari meðferð.  Ég man eftir sólríkum dögum þegar við vorum í sundi og hlustuðum á strákana í Hippabandinu spila í vinstra horninu. Ég man eftir skemmtilegum samræðum sem ég átti við stelpurnar á Vesturvistinni. Á Reykjaskóla kynntist ég ástinni. Ég kynntist manninum mínum. Í dag erum við gift og eigum þrjú börn. Árið eftir að ég var í Hrútafirði þá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég fór í FB. Þar voru margir krakkar sem höfðu verið með mér á Reykjum. Það myndaðist góður vinahópur ( sérstaklega strákarnir) sem voru duglegir að koma í heimsókn. Þá gaf ég þeim yfirleitt eitthvað að borða. Pönnukökur voru mjög vinsælar. Dæmigert símtal ,, Habba við erum að koma, getur þú búið til fyrir okkur pönnukökur” Ég bjó á Arahólum og það voru nokkuð mörg góð partí haldin þar. Nágrönnum mínum líkaði ekki þetta framferði. Eitt kvöldið gengum við um stórt svæði Breiðholts þar sem góðir músíkkantar spiluðu á gítar og strollan á eftir söng hástöfum Bubba lög. Eftir þetta  tónleikaferðalag var farið upp í íbúð og eitthvað gott mallað. Sumir fengu stundum að gista.Þetta var ekkert mál. Þetta voru allt vini mínir.Síðan skyldust leiðir. Ég flutti vestur á firði til Arnars og þá datt allt niður. Það er mjög eðlilegt ferli að leiðir skiljast með árunum en þetta var svo gaman og hef oft hugsað til þessa tíma með mikilli eftirsjá.Þetta voru góð ár.Ég vona svo að heilum hug að ég komist á Reykjskólamótið þann 9.ágúst n.k. ég er vissulega farin að plana það en það er þó ekki pottþétt. Endilega skrifaðu í gestabókina ef að þú matt vera að.Kveðja Habba.p.s ég á svo margar minningar að þær rúmast á 20 blöð og fulla Reykjaskólamöppu af ljósmyndum J

Einn góður á góðum laugardegi :-)

George Bush fékk hjartaáfall og dó. Hann fór beinustu leið til helvítis, þar sem kölski sjálfur tók á móti honum og sagði: Ég er í svolitlum vandræðum, þú ert á listanum mínum en mig bráðvantar pláss svo ég er með hugmynd. Það eru hérna þrjár manneskjur, sem voru ekki alveg jafn vondar og þú, ég sleppi einni af þeim lausri í staðinn fyrir þig og þú færð meira að segja að velja hver það verður.George fannst þetta góð hugmynd og kölski opnaði dyrnar á fyrsta herberginu.

Þar inni var Richard Nixon í stórri laug fullri af vatni sem hann kastaði sér ofan í aftur og aftur en kom alltaf tómhentur upp aftur. Ekki séns! Gargaði Goggi. Ég er ekki góður sundmaður og ég held ég gæti ekki gert þetta allan daginn.

Kölski leiddi hann þá að næsta herbergi en þar inni var Tony Blair með sleggju í hönd og var að höggva grjót.Nei, ég þjáist af meini í öxl og myndi vera með stöðugar kvalir ef ég ætti að höggva grjót daginn út og inn.Þá opnaði kölski þriðju og síðustu dyrnar.

Þar inni lá Bill Clinton á gólfinu og ofan á honum var Monica Lewinsky að gera það sem hún gerir best.Gerge Bush leit á kölska í forundran og sagði: Já, ég ætti að ráða við þetta. Kölski brosti og sagði: Monica, þú mátt fara.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband