Færsluflokkur: Spaugilegt
1.7.2009 | 21:33
oooooo ég bara elska þessa súpu, tilvalin við öll tækifæri :-)
Matarolía 4 bringur skornar í bita og steikt létt 3 paprikur helst allir litir, steikt á pönnu með kjúkling1 laukur saxaður, (steikt með)1 púrrulaukur skorin í sneiðar (steikt með) 3 Hvitlauksrif kramin (út á pönnu) 1 msk marocco krydd fra Nomu ( eða cummen) salt og pipar Gott að svissa saman kryddi með grænmeti fyrst .
Bætt út í kjúklingin og grænmetið
1 litri kjúklingasoð ( td. 2 grænmetisteningar og 2 af kjúklinga) kraftur :-)
1 ferna matreiðslurjómi 1 stór askja rjómaostur ( hægt að nota til helminga hreina jógúrt) eða kotasælu 1 flaska heinz chilli sósa 3-4 msk sweet chilli sósa Súpan er smökkuð til . Latin malla í ca 30 min kjúklingurinn settur út í , latið aðeins malla saman og borið fram með goðu brauði ,ekki er verra að hafakannski smá pestó á brauðið . :) og með góða brauðið frá Nesbrauð :-) ummmm
29.6.2009 | 16:53
Vonandi hefur einhver húmor fyrir þessu :-)
hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi
næringu.
Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður
bjórnum hans
29.6.2009 | 16:48
ha ha ha, bla bla bla
Daginn eftir hringir dyrabjallan og úti fyrir er maður í hjólastól og að auki vantaði á hann hendurnar.
" Þú hefur greinilega ekki lesið auglýsinguna góði minn " segir konan.
" Jú ég gerði það " svarar maðurinn.
" Ekki legg ég á þig hendur, því þær hef ég engar ", segir hann, " og ég er lamaður, svo ekki hleypst ég á brott frá þér ".
"Gott og vel " segir konan " en geturðu eitthvað í rúminu " ?
" Hvernig heldurðu að ég hafi hringt dyrabjöllunni "?
22.4.2009 | 21:36
Samfélagið í dag?
21.3.2009 | 13:22
ja hérna hér
31.12.2008 | 15:08
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Kæri lesandi. Ég vil óska þér gleðilegs árs og friðar á komandi ári. Ákvað að blogga smá í tilefni þessa síðasta dags ársins. Mitt áramótaheit verður að blogga aðeins meira en ég gerði á síðasta ári. Þetta hefur verið ansi skrautlegt ár var búin að koma mér vel fyrir í sófanum góða með nýja og flotta flísteppið sem ég fékk í jólagjöf til að horfa á Kryddsíldina, meira að segja fékk Ingu systir og Arnar til að setjast með mér. Við vorum að vona að við fengjuma að sjá hann Tobba þjóna til borðs og bjórin hans pabba á borðum " Jökull" en engin Tobbi og engin Jökull því hann er víst uppseldur á Silfrinu ( það sagði Elsa systir) nema hvað svo er fullt af fólki að mótmæla sem er réttur allra en að fremja skemmdarverk og vera með leiðindi það skil ég ekki og svo fór sem fór að þeir urðu að hætta útsendingu vegna skemmdarverka hvað er að þessu fólki. Allt í lagi að mótmæla en þetta er tú mush það hafa allir sem misst, mis mikið, ég þekki fullt af fólki sem tapaði miklu....... en maður verður nú kunna sín takmörk.
Annars var þetta ár mjög gott framan af, ég fór í tvær utanlandsferðir á árinu en býst ekki við að fara neitt á nýja árinu en það er ný líka miklu skemmtilegra að gera hlutina þegar maður á fyrir þeim og svo eigum við líka yndislega fallegt land sem gaman er að skoða. Ég er ekki viss um margir íslendingar hafi t.d ferðast um vestfirðina, o.k en hefur þú farið niður á Rauðasand? dásmalega fallegt, Látrabjarg? Örlygshöfn? Tálknafjörð? Barðaströnd? þar finnur þú fallegust sandstrendur landsins koma svo við í Flatey á leið heim ( með Baldri að sjálfsögðu) og kíkja á Hótelið í Flatey og skoða fallegu húsin sem búið er að gera svo listilega vel upp, kíkja svo í kirkjuna og sjá Baltasar á altarerstöfluni þá ertu búinn að sjá allt eitt sem ég hef haft sem mottó í gegnum árin er að góðir hlutir gerast hægt og ef að eitthvað er of gott til að vera satt ( þá er það líklega satt) Gangtu hægt um gleðinnar dyr, kæri lesandi, ( passaðu þig að brenna þig ekki á puttanum í kvöld. GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
15.12.2008 | 18:23
Gott að geta hlegið :-)
Það er nú ekkert, sagði hinn, Mín kom heim með samúðarkort á milli rasskinnanna og á því stóð, Frá okkur öllum á Slökkvistöðinni, við munum aldrei gleyma þér.
28.11.2008 | 23:57
Daglegt líf ?
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu tei ánSykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem ERnáttúrulega allra meina bót.
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, semTekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum semEnginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dagMun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.
Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, ogDrekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.Og annað hvítt fyrir taugakerfið.Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn RedBull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þábúinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkarHeilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,Fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundraðSinnum.Með smá útreikningi ER ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir áDag að borða.
Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta; á eftir banananum, tannbursta ...Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleymatannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,Tennurnar...
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm semFara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjárStundir eftir, það ER að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þannDaginn.
Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekkiGleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu aðfá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).
Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf aðvökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það ER að segja ef þú ferð ífrí.
Síðan þarf að Vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
Eina grein í tímariti til að bear upplýsingarnar saman.
Ah! Síðan ER það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að VeraFrumlegt og skapandi . Þetta tekur Sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki umTantra kynlíf!!!Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftirHverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara íSturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!
Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin áþessum vanda, ER að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Tildæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þanniglítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu meðTannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi meðMakanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þúBurstar tennurnar.Var ein hendi laus?
Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!
Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því aðHalda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann meðjógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá ávinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitthvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef égekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast áklósettið.Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.
Ef ég mun senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þráttfyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.
Spaugilegt | Breytt 29.11.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 19:52
þriðjudags brandari :-)
31.10.2008 | 17:12
að lifa lífinu afturábak?
Í næsta lífi vil ég lifa lífinu afturábak
Maður byrjar dauður svo þá er það afstaðið.
Svo vaknarðu á elliheimili og þér líður betur með hverjum deginum. Þér er sparkað þaðan út þar sem þú ert orðin of heilbrigður, ferð og nærð í ellilífeyrin þinn og svo þegar maður byrjar að vinna þá fær maður gull úr og partý fyrsta daginn.
Svo vinnur maður í 40 ár eða þangað til að þú ert nógu ungur til að njóta þess að hætta.
Þú stundar næturlífið, drekkur áfengi, og ert í raun óútreiknanlegur á allan hátt og þá ertu orðin klár fyrir framhaldsskóla.
Ferð svo í grunnskóla breytist ungling og leikur þér. Þú hefur engar ábyrgðir og breytist í barn þangað til þú ert fæddur/fædd.
Og svo endarðu síðustu níu mánuðina fljótandi um í umhverfi sem einna helst minnir á spa. Með þægilegu hitastigi og herbergisþjónustu tengda beint við þig og plássið verður meira og meira með hverjum deginum sem líður og svo VVVÚÚÚÚHHAAAA þú endar lífið með fullnægingu.
Þarf ég að segja meira?