Færsluflokkur: Spaugilegt
31.7.2008 | 17:32
Heima um helgina?
Góðan og blessaðan? Eitthvað er nú þessi síða búin að breytast, er búin að vera í algjöru rugli með útlitið eftir þessa bilun sem varð í bloggheimum mér fannst t.d. ekki flott að sjá þessa appelsínuhúð í stað Líomon-litinn minn sem er mitt einkenni, liturinn og áferðin minnti soldið á lærin á mér svo hurfu bloggvinirnir mínir af síðunni og get ég engan veginn sett þá inn aftur. Var ekkert smá ánægð með að hafa Reykjaskólasíðuna, Herdísi, Imbu og síðast en ekki síst Svanhildi á forsíðunni. Ætla nú samt ekki að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér. Í stað brandara sem ég hef sett inná ætla ég að breyta til og birta hér uppskrift að ljúffengum veigum, hægt að nota sem desert eða aðalrétt svona til að laga appelsínuhúðina. Þetta er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt bara svo maður eigi það ekki á hættu að tapa einhverjum kílóum
Njótið öll sömul ( þ.e.a.s ef að einhver les þetta) ?? Já og góða helgi. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring, sangria og sól kveðja HrefnaDÁSAMLEG HOLLUSTA.
Hráefni:150 gr Haustkex75 gr smjör- bræða smjörið og mylja kexið smátt. Blanda svo saman og þrýsta í botninn á formi eða skál, og líka smá upp með hliðum.1 peli rjómi6 Snickers (venjulega stærðin)250 gr Mascarpone-ostur2 bananarofaná:Salthnetur1 banani Aðferð: Bræða snickersin í rjómanum við vægan hita, passa að hræra stöðugt.Þegar því er lokin skal taka pottinn af hitanum og setja Mascarpone-ostinnút í og hræra í þar til hann er alveg bráðinn. Raðið einföldu lagi afbananasneiðum ofan á botninn og hellið svo ostablöndunni yfir. Kælið íísskáp í góða stund.Skreytið kökuna með salthnetum og banana22.7.2008 | 15:19
Ráð dagsins :-)
Í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið? Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las í Cosmo, hef ég loksins fundið innri frið. Þetta stóð í greininni:
"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".
Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað... svo áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að virka....
21.7.2008 | 12:29
Brandari dagsins!
Hjálpsamir íslendingar! |
20.7.2008 | 11:38
Frábært hjá stelpunum
Frábær árangur hjá körfuboltastelpunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2008 | 14:45
Smá brandari í tilefni dagsins :)
Ég gæti alveg heimfært þennan brandara, miðað við mitt heimilislíf. Alveg gæti dóttur minni dottið í hug að skrifa mér svona bréf ( en ég ætla ekki að láta saka mig um ritstuld)? En mikið er nú gott að lífið skuli ekki vera flóknara en það er
Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð
undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu.
Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU.
Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi
reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann
er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana
sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til
hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það.
Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna
helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að
segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo
innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir
engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að
við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum
handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS
svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki
áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig
sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er
að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll
barnabörnin þín.
Þín dóttir Guðrún.
PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita
að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu
skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir
mig að koma heim.
18.7.2008 | 21:16
Góða helgi
Hláturinn lengir lífið, góða helgi öll sömul
Kæri lesandi. Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður með staurfót.
Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í grímu-partý hjá vinafólki mínu
Mér datt hreinlega enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf
til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:
Kæri herra,
Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.
Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann
og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.
Virðingafyllst, Jón Jónsson JJ- BúningaleigaMér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun !!!Þeir voguðu sér að stinga upp á að ég myndi bara nýta fötlun mína í búninginn!!!Ég settist því niður við tölvuna og skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku síðar fékk ég loks svarpóstinn frá þeim:
Kæri herra,
Afsakaðu þetta með staurfótinn.
Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt mál fyrir þig
þá hefðum við aldrei stungið upp á þessu með sjóræningjabúninginn.
Við leggjum til að þú farir sem munkur.
Munka-kufl er svo síður að hann felur staurfótinn
og með náttúrulegan skalla lítur þú út nákvæmlega eins og alvöru munkur.
Virðingafyllst, Jón Jónsson JJ- BúningaleigaNúna varð ég alveg brjálaður!!!!Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr!!!! Ég settist því enn og aftur við tölvuna og skrifaði virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.
Þegar ég vaknaði daginn eftir beið mín svarbréfið frá þeim í tölvunni:
Heyrðu góði,
Finndu stóra fötu af mjúkri karamellu.
Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér,
stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér
og farðu sem sleikipinni!
Jón Jónsson JJ- Búningaleiga17.7.2008 | 13:01
Fimmtudagsgrín!
Fékk þetta sent í tölvupóst fyrir þó nokkru? já blessaður ungdómurinn
Þessir eru góðir. Svona svipaðir og greinin sem ég las um daginn um konuna sem ætlaði að kaupa gellur í kvöldmatinn. Ungu dömurnar í afgreiðslunni könnuðust ekkert við gellur og töluðu við yfirmanninn sem sagður var um tvítugt. Hann benti konunni á að ungu stúlkurnar hjá honum væru sko ekki kallaðar gellur og hún skyldi ekki vera með neinn dónaskap!
Hún keypti bara fiskibollur í dós í kvöldmatinn.
Systir mín var að segja mér frá því að samstarfsfélagi hennar fór í verslun sem hún vissi að væru með í sölu herðatré nema hvað hún finnur þau ekki og spyr einhvern unglingsstrák hvar herðatrén séu geymd? Strákurinn gjörsamlega tómur á svipinn: "Það er búið að pakka niður sumarvörunum. "Vá! konan bara horfði á hann hvort hann væri ekki að grínast og fór svo að lýsa því fyrir honum hvað herðatré væri: "Þetta er notað til að hengja föt á og er með svona krók." Strákurinn: "Nei, ég held það sé ekki til." Hann hafði ekki hugmynd um hvað herðatré væri!
Ekki búið. Þá fór önnur kona í vinnunni að segja frá því þegar hún fór í
matvöruverslun um daginn og fór á kassann með einhverjar 2 vörur og sagði við kassastarfsmanninn (sem var líka unglingsstrákur): "Ég ætla að fá hvoru tveggja." Strákurinn bara horfði á hana: "Hvað er hvoru tveggja?" Þá galaði starfsmaðurinn á næsta kassa (nota bene líka unglingsstrákur): "Hey ég LENTI í þessu um daginn, þetta þýðir hún ætlar að fá þetta bæði!"
Ég fór á bensínstöð um daginn og ætlaði að kaupa þurrkur á bílinn minn. Ég spurði ungan mann þarna hvort hann ætti ekki til vinnukonur fyrir þennan bíl
og benti honum á bílinn minn fyrir utan. Ungi maðurinn horfði undrandi á
mig og sagði: "Nei, við erum bara hérna með stráka til að setja bensín á
bílinn en engar vinnukonur." Ég varð ekki síður undrandi og spurði: "Ég
sé ekki betur en að þið séuð með vinnukonur þarna upp á vegg." Augnablik
sá ég bregða fyrir ótta hjá á honum og ég sá hvað hann hugsaði (líklegast snarruglaður kúnni). En þegar hann horfi á það sem ég var að horfa á þá kom skilningsglampi í augun hans og hann sagði. "Jááááá!, þú meinar glugga clean."
11.7.2008 | 22:19
Alveg dæmalaust?
Ég fékk neðangreindan tölvupóst frá vinkonu minni þar sem við ætlum að hittast nokkrar um næstu helgi. Það er ekki annað hægt en hlæja þegar þetta er lesið/allavega brosa smá það er nokkuð til í þessu þó að þetta er soldið ýkt
En fyrirsögnin var svohljóðandi;
Það er langt síðan við fórum á ærlegt fyllerý You've been hit by the|^^^^^^^^^^^^^^| ||
|...WINE TRUCK..........| ||'|";, ___.
|_..._..._______===|=||_|__|..., ] -
"(@)'(@)"" "''"**|(@)(@)*****''(@)
ONCE YOU'VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 5 WOMEN WHO LIKE TO DRINK AND HAVE FUN; INCLUDING THE ONE WHO SENT IT TO YOU. IF YOU GET HIT AGAIN
YOU'LL KNOW YOU REALLY HAVE A PROBLEM!
WHEN GIRLS DRINK TOO MUCH............
1. WE HAVE ABSOLUTELY NO IDEA WHERE OUR PURSE IS.
2. WE BELIEVE THAT DANCING WITH OUR ARMS OVERHEAD AND WIGGLING OUR BUTT WHILE YELLING "WOO-HOO!" IS TRULY THE SEXIEST DANCE MOVE AROUND.
3. WE'VE SUDDENLY DECIDED THAT WE WANT TO KICK SOMEONE'S ASS AND HONESTLY BELIEVE WE COULD DO IT TOO.
4. IN OUR LAST TRIP TO PEE, WE REALIZE THAT WE NOW LOOK MORE LIKE A HOMELESS HOOKER THAN THE GODDESS WE WERE JUST FOUR HOURS AGO.
5. WE START CRYING AND TELLING EVERYONE WE SEE THAT WE LOVE THEM SOOOOO MUCH.
6. WE GET EXTREMELY EXCITED AND JUMP UP AND DOWN EVERY TIME A NEW SONG PLAY'S BECAUSE "OH MY GOD! I LOVE THIS SONG!"
7. WE'VE FOUND A DEEPER/SPIRITUAL SIDE TO THE GEEK SITTING NEXT TO US.
8. WE'VE SUDDENLY TAKEN UP SMOKING AND BECOME REALLY GOOD AT IT.
9. WE YELL AT THE BARTENDER, WHO WE BELIEVE CHEATED US BY GIVING US JUST LEMONADE, BUT THAT'S JUST BECAUSE WE CAN NO LONGER TASTE THE GIN.
10. WE THINK WE ARE IN BED, BUT OUR PILLOW FEELS STRANGELY LIKE THE KITCHEN FLOOR (or the mop?)
11. WE FAIL TO NOTICE THAT THE TOILET LID'S DOWN WHEN WE SIT ON IT.
12. WE TAKE OUR SHOES OFF BECAUSE WE BELIEVE IT'S THEIR FAULT THAT WE'RE HAVING PROBLEMS WALKING STRAIGHT.
SEND THIS ALONG TO ALL THE GIRLS YOU KNOW WHO LIKE TO HAVE FUN. MAKE THEM LAUGH
10.7.2008 | 22:10
Bjórverksmiðjan mun brátt opna í Stykkishólmi :)
Áður en að sett var í stóru lögunina var einnig búið að leggja í minni laganir til að sjá virkni tækjanna og þjálfa starfsfólk fyrirtækisins. Allt hefur þetta verið gerti undir leiðsögn og stjórn bruggmeistaranna Dr. Daniele Zanirati frá Ítalíu og Ralf Gerwert frá Þýskalandi sem komu hingað til að hafa umsjón með uppsetningu tækjanna jafnframt því sem þeir sáu um faglega kennslu og þjálfun starfsfólks fyrirtækisins við bjórbruggun. Þannig að nú styttist í það að fyrsta lögunin verði búinn að fara í gegnum allt ferlið og fyrstu lítrunum af JÖKUL BJÓR verður tappað á flöskur.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 17:43