Færsluflokkur: Spaugilegt
7.6.2008 | 13:38
Laugardagur til lukku?
12.4.2008 | 14:00
Ef þú hefur tíma þá endilega lestu þetta.....
Endilega lesið þetta það er nefnilega ansi mikið til í þessu
Ég las þessa grein í Kópavogspóstinum fyrir nokkrum árum og fannst hún þá og enn alveg frábær. Höfundur hennar heitir Gunnar Kr. Sigurjónsson. Ég las hana einu sinni á Emblufundi og tók mér það bessaleyfi að bæta aðeins í hana og endurorða sumt. En eftir sem áður er góð vísa ekki of oft kveðin ( eða þannig sko).
Þessi grein endurspeglar svo sannarlega þá saklausu barnæsku sem flest okkar á besta aldri upplifðu.
Ef þú hefur tíma þá endilega lestu hana. Hún hljóðar svo eftirfarandi......
Fólk eldra en 30 ára ætti að vera dáið ! eða vorum við bara heppinn?
Ég var að spjalla við vin minn um daginn um þá gömlu góðu daga og við komumst eiginlega að því að fólk eldra en 30 ára ætti í raun að vera dáið? Því samkvæmt löggjöfum og skriffinum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7., og fyrrihluta 8 áratugar síðustu aldar ekki að hafa lifað af. Barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu? Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum og skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm. Þegar við fórum í bíltúra eða ferðalög þá vorum við ekki spennt niður í bílstóla eða fest við öryggisbelti, mörg okkar stóðu á milli farþegasætana? Og að fá far á vörubílspölli var sérlega skemmtilegt. Við borðuðum brauð með miklu smjöri og drukkum gos með sykri ( Miranda, Spur og Sinalco) en fæst okkar lentu í offituvandamálum, því við vorum alltaf úti að leika okkur. Við deildum gjarnan með öðrum sömu gosflöskunni, með sama lakkrísrörinu og allir sáttir og engin varð veikur af því.
Við gáfum okkar góðan tíma við byggja kassabíla úr ýmsu dóti og drasli sem við fundum ( stundum á haugunum) og þutum svo niður stærstu brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið. Við fórum út að leika snemma á morgnana vorum allan daginn og komum aftur heim í kvöldmat. Engin hafði möguleika til að ná í okkur yfir daginn. Því þá voru engir farsímar. Engin GSM, óhugsandi.
Við áttum ekki playstation, nitendo 64, x-box, ipod, mp3 spilara, enga tölvuleiki, ekki fjölmargar rásir í sjónvarpinu, ekki video, dvd spilara, ekki Gervihnattasjónvarp, ekki heimabíó, farsíma,gsm, heimilistölvu, fartölvu hvað þá að geta nota spjallrásir á internetinu. Við eignuðumst vini! Við fórum bara út og fundum þá. Við duttum í skurði, skárum okkur,fótbrotnuðum, brutum tennur, en engin var kærður fyrir þessi óhöpp. Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt Að kenna neinum um - nema okkur sjálfum. Mannstu eftir óhappi? Við slógumst urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það. Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með nagalaspýtum og drasli og átum maðka.
Þrátt fyrir aðvaranir þá voru það ekki mörg auga sem duttu ekki út og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar.
Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta, eina krónu, eltingaleik eða feluleik svo ekki sé minnst á löggu og bófaleik. Minnistæðastur leikurinn sem farin var í eftir kvöldmat var vasaljósaleikur þá söfnuðust krakkarnir í hverfinu saman á einum stað öll með sitt vasaljós og svo splundraðist hópurinn út í buskan, enginn skildi aldrei út á hvað leikurinn gekk en markmiðið var að reyna komast í mark Án þess að þurfa að kveikja á vasaljósinu, svo átti maður að reyna rýna út í myrkrið og gá hvort maður sá ljós og komast að því hver átti það, það Gat verið soldið erfitt þegar um 30 krakkar voru í leiknum.
Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur við stjórnuðum okkur sjálf.
Sumir nemendur voru ekki eins glúrnir og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt. Voru stundum færðir niður um bekk. En þeir lifðu af.
Það var farið í þrjú bíó á sunnudögum og Andrés Önd var á dönsku, sem hefur hjálpað mörgum námsmanninum í að fóta sig í norðulandamálunum seinna meir. Það var jú ýmislegt annað sagt en Gisp! og hva? í þeim.
Þessi kynslóð hefur alið af sér fólk sem er tilbúið að taka áhættu, góð að leysa vandamál og bestu fjárfestar nokkru sinni.
Síðustu fimmtíu ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda. Við áttum frelsi,sigra ósigra og ábyrgð og við lærðum að takast á við það allt saman.
Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar- sem er okkur sjálfum fyrir bestu. Við áttum gott líf.
( greinin birtist í Kópavogspóstinum árið 2004 og er eftir Gunnar Kr. Sigurjónsson) henni hefur verið örlítið breytt. Vonandi að mér verði fyrirgefið.
12.4.2008 | 13:19
Staðfesting á því sem við öll vitum :-)
Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir
handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og ..".."Hana vil ég fá!" hrópaði
Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af
kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður
á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn ... Guð og Eva fylgdust kímin
með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði:
"Heilinn, Eva... heilinn.."
Vona að dagurinn verði ykkur ánægjulegur!
11.4.2008 | 18:18
Einn brandari á dag kemur skapinu í lag
Daginn eftir bárust þær fréttir frá Þýskalandi að fornleifafræðingar þar hefðu grafið 1.000 m niður í jörðina og fundið leifar af ljósleiðara. Stjórnvöld þar í landi segja, og Evrópusambandið líka, að þetta sýni án vafa að þjóðir meginlandsins hafi fundið upp stafrænar símstöðvar fyrir 1000 árum.
Og í gær bárust svo þær fréttir frá Íslandi að íslenskir fornleifafræðingar hefðu grafið 1.000 m ofan í jörðina og fundið ekkert. Íslensk stjórnvöld fagna þessu mjög og segja hafið yfir allan vafa að það hafi verið íslenskir landnámsmenn sem fundu upp þráðlausa netið!!
7.4.2008 | 10:48
Áfram Snæfell
Jæja þá er komið að því að mitt uppáhaldsfélag í körfubolta fer til Grindavíkur að keppa í fyrsta undanúrslitaleik í körfubolta. Ég hef frá því ég man eftir mér verið mikill snæfellingur enda alin upp í hólminum. Ég var líka svo heppin að þegar ég var lítil var pabbi að þjálfa Snæfell og fékk ég stundum að fara með honum og horfa á hann þjálfa strákana og fékk einnig að taka þátt í æfingunu, þó þær væru nú ekki eins og átti að gera þær þá fékk ég alltaf mikið hrós fyrir þær enda bara þriggja/fjögura ára. Það eru bara tvö lið í heiminum sem ég held uppá það eru annars vegar Snæfell þá í öllum greinum og Tottenham ( pabba að þakka). En nóg um það, það er leikurinn í kvöld sem skiptir meira máli. Hér í hólminum snýst allt um körfubolta þessa dagana. Alls staðar sem maður kemur þá er verið að tala um körfubolta, hvort sem það er við mjólkurkælirinn í Bónus eða við afgreiðsluborðið í Bakaríinu. Mjög skemmtilegt því allir styðja sitt lið og vona það besta. Það eru margir sem ætla héðan úr hólminum til Grindavíkur til að styðja Snæfell, ég kemst því miður ekki en ætla að fylgjast með í sjónvarpinu hjá Ingu systir, því leikurinn er sýndur beint. Þessi úrstlitarimma hefur verið mjög spennandi og ég er eiginlega alveg gáttuð á hve ÍR er að gera góða hluti, þetta er allt annað lið en hefur spilað í vetur. Flott hjá þeim. Hver hefði trúað því að þeir myndu slá KR út? Eitt af því sem hefur verið gagnrýnt varðandi þessa úrslitakeppni er hversu illa þjálfarar/leikmenn og félög eru upplýst. Eitt af því KKÍ verður að gera sér grein fyrir að þegar félög koma úr jafn litlu samfélagi og Snæfell er þá skorðast allt tímaplan sem hefur verið skipulagt. Fundum og öðrum dagskrám hefur verið frestað. Þetta er allt öðruvísi samfélag en t.d. í Reykjavík því hér er meiri samhugur og mörg hjörtu sem slá í sama takti, snæfellstakti. Snæfell, Snæfell, Snæfell..... Ég veit að strákarnir okkar gera sitt allra besta fyrir sterku liði Grindavíkur. Ég hef trú á þeim, koma svo..... áfram Snæfell.