Laugardagur til lukku?

Halló allir sem nenna að lesa þetta. Af okkur er allt  gott að frétta. Síðasta helgi var til dæmis alveg frábærlega vel lukkuð. Elsa systir kom með í heimsókn með Sól og Mána og mamma gamla fékk að fljóta með. Tilefnið var fertugsafmæli Hjalla sem haldið var uppá með stæl á Narfeyrarstofu. Bara gaman góður matur og góður mjöður með. Haldnar ræður og söngur fram á nótt. Svo er þessi vika búin að vera svona la, la eitthvað láta blessaðir ferðamennirnir bíða eftir sér, það er búið að vera róleg síðasta vika hjá Nesbrauð sömuleiðis á sýsló. Kannski þetta fari nú að koma. Inga og co fóru með pabba og co út í Svefneyjar í dúnleit að það gekk að mér skilst bara nokkuð vel. Aukning á tekju sem er bara jákvætt. Grindvíkingarnir komu svo líka í vikunni til að leita og var þetta bara nokkuð góður hópur. Búið að leita fyrstu leit um 2.300 hreiður :-) og svo í kvöld ooooo mikið hlakkar mig til en þá kemur Gissur minn heim úr útskriftarferðini, en hann fór til Rhodos og er búin að vera í tvær vikur. Einhver heimþrá virðist vera komin í mannskapinn ;-) sem að mér finnst bara fyndið því það var nú soldið mikið búið að tuða um hvað allt væri ómögulegt hér heima. Allt gengið vel fyrir utan smá óhapp, það var víst eitthvað lumbrað á þeim af heimamönnum en engin bein brotin bara smá glóðurauga iss það á ekkert að láta það skemma ferðalagið. Að hans sögn er hann orðin nokkuð brúnn og hvíthærður? hlakkar til að sjá það. Jón litli hefur eiginlega ekkert spurt um pabba sinn þennan tíma og ef hann er spurður hvar pabbi sé þá segir hann alltaf að hann sé að vinna í bakaríinu. En hann kemur sem sagt í nótt :-D já svo má ekki gleyma bestu fréttinni sem ég fékk í vikunni en það fæddis lítill sólargeisli þann 4/6 lítill strákur, Maríubarn :-) til hamingju María mín ef þú lest þetta, við getum varla beðið eftir að fá að sjá myndir af honum á heimasíðu hans . kveðja til allra. Habba

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband