Reykjaskólatímabilið :-D

Þessar minningar eru ritaðar af því tilefni að þann 9.ágúst n.k ætlar hópur fólks sem voru nemendur á Reykjaskóla í Hrútafirði að hittast. 28 ára afmæli er það kallað ( það getur reyndar ekki verið að það sé svo langt síðan) en þetta ár er eitt það skemmtilegasta í mínum minningum.  Fyrir alveg rosalega mörgum árum ( þegar ég var unglingur) :-) (er það SAMT enn) var ég send í , heimavistarskóla vegna þess að ég var víst baldin?óþekk og var á villigötum? ( mamma sagði það) og hvað haldið þið ég var send á Reykjaskóla í Hrútafirði? gjörsamlega á hjara veraldar að mér fannst.Ég hafði að vísu verið í sveit tvö sumur í Hrútafirði( að passa litla stelpu) á bæ sem heitir Markhöfði, rétt hjá Borðeyri. Mér hefur aldrei leiðst jafn mikið á ævini og þessi tvö sumur. Eina tilbreytingin í mínu lífi þá var að fá að fara með í Kaupfélagið á Borðeyri :-). Á þessu heimili var ekki einu sinni sjónvarp og fékk égeitt laugardagskvöldið að horfa á sjónvarp á símstöðinni á Brú ( einhverri kommúnu þar) :-) en ég var heppin að því leiti að fólkið sem ég var hjá voru frábær og litla stelpan ekki síður, allavega ( þetta var svona útidúr) ég var send á heimavistarskóla.... og leist mér ekkert á það en ákvað að gegna mömmu og pabba. Fyrsti dagurinn var sá ömulegasti í mínu minniklukkan 17.30 langaði mig út að reykja rakst þar þá á gamlan mann með skegg ( kennari) ( hann var ekki svo gamall eftir allt, þetta var sögukennarinn) sem rak mig inn og sagði að mér að fara að  læra?það væri útivistarbann og á þessum tíma ættu allir að vera læra ( lestímar, var þetta kallað) ég varð fúl, fór inni í fússi og leið eins og ég væri í fangelsi. Þarna þekkti ég engan og sá ekki tilganginn í því að hanga þarna, langaði heim. það átti eftir að breytast, næstu dagar fóru í að aðlagast og áður en ég vissi af var ég búin að kynnast fullt af skemmtilegum krökkum. Þessi tími er í dag í mínum minnigum það skemmtilegasta sem ég hef upplifað auðvitað kom upp heimþrá stöku sinnum en krakkarnir sem voru á þessum stað voru svo frábær.Auðvitað gerði maður skammastrik ? strauk af vistinni yfir á strákavistina og svo framvegis. Einu gleymi ég aldrei þegar að það átti að vera lestími þá var nokkuð að krökkum inni hjá mér ( nefni engin nöfn) allir voru að reykja   ( sem mátti alls ekki inni á herbergjum) svo sem betur fer voru allir farnir? þegar kennarasveit stormar inn til mín og var þar okkar ástkæra Jónína fremst í flokki ( hún bjó nefnilega fyrir ofan mig) hún spyr (frekar pirruð) var verið að reykja hér inni ( ég sat þarna ein í þvílíkum reykjamökk) ,,nei sagði ég" ? hvurslags spurning er þetta, Habba ég sé þig varla fyrir reyk ég bý hérna fyrir ofan þig og vil ekki eiga það á hættu að það kvikni í og hvað þá? Hverjir voru með þér? “O.k sagði ég, ég nennti ekki á smókinn svo ég kveikti mér í,,J hverjir voru með þér, enginn var svar mitt. Ég var kölluð til Bjarna skólastjóra og ég stóð við það sem ég sagði, mér var í raun skit sama um allt. So what?? Rekin það var bara kúl. Þannig að ekkert varð úr neinu, þau trúðu mér ekki að ég hefði reykt öll þessi ósköp og vissu að ég var að hilma yfir einhverjum og ekkert varð úr neinu. Ég gerði eftir þetta mikið í því að ögra fólkinu sem bar vissar skyldur yfir mér. Það þykir mér í dag leiðinlegt, en batnandi mönnum er best að lifa.Annað minnisstætt atvik var þegar ég og nokkrar stelpur sem voru á Vesturvistinni ( held Linda og Gunna Dóra ) J afsakið stelpur þetta var soldið fyndið. Okkur langði svo í smók og vildum ekki að fá Jónínu á náttsloppnum niður ákváðum þess í stað að fara inn í skúringarkompu að reykja. Þá fór Gunna Dóra að kenna okkur mjög skemmtilegar vísur ( soldið dónó) við  gleymdum okkur alveg, sátum þarna og reyktum og sungum klámvísur hástöfum við vorum nýbúnar að drepa í þegar Bói kennari opnar hurðina (frekar fúll en samt alltaf stutt í brosið ) jæja stelpur hvað eru þið að gera, “ við syngja,, voruð þið að reykja? “ við neeiiii,, ( við vorum sko búnar að drepa í) mjög skemmtileg minning.( Bói var dönskukennari og honum fannst okkar afsökun mjög skemmtileg, en hún var sú að við hefðum verið að æfa okkur fyrir árshátíðina) JÞessi skrif  ættu að heita ég man, ég man þegar flest allir fengu matareitrun og allur klósettpappírinn kláraðist? Ég man eftir þeirri stundu að við biðum eftir að heimsendir væri yfirvofandi. Ég man eftir þegar ég dansaði jazzballet í Laugardalshöll og fimleikaskórninir mínir gáfu sig í miðjum dansi                          ( þannig að tærnar sputtu fram) stelpurnar sem voru við hlið mér fengu hláturskast en við klárðuðum þó JÉg man eftir snúðunum hans Bóa og þegar strigaskórinn hans Ísaks lenti ofan í miðjum glassúrsfötunni inni í matsal. Ég man eftir kjúklingnum. Ég man eftir stráknum sem var alltaf að hringja heim í mömmu sína ??    ég man eftir stráknum sem átti flottu lakkskóna ( Jón Þór ?) ég man eftir stórtónleikum Þursaflokksins og þegar Bubbi og Egó kom, ég fékk áritun á brjóstin J Ég man eftir Diskó-kvöldunum og Badda Diskó. Hippabandið besta hljómsveit sem hefur verið uppi.Söngvarinn ofurflottur þegar hann lá á gólfinu og söng. Ég man þegar ég var sett í markið þegar spila átti handbolta ( hafði aldrei spilað hann áður) ég varð svo fúl yfir öllum mörkunum og þvílíkt hvað sumir voru miklir fantar að skjóta á mig að ég labbaði út í miðjum leik öskureið yfir þessari meðferð.  Ég man eftir sólríkum dögum þegar við vorum í sundi og hlustuðum á strákana í Hippabandinu spila í vinstra horninu. Ég man eftir skemmtilegum samræðum sem ég átti við stelpurnar á Vesturvistinni. Á Reykjaskóla kynntist ég ástinni. Ég kynntist manninum mínum. Í dag erum við gift og eigum þrjú börn. Árið eftir að ég var í Hrútafirði þá leiðin til Reykjavíkur þar sem ég fór í FB. Þar voru margir krakkar sem höfðu verið með mér á Reykjum. Það myndaðist góður vinahópur ( sérstaklega strákarnir) sem voru duglegir að koma í heimsókn. Þá gaf ég þeim yfirleitt eitthvað að borða. Pönnukökur voru mjög vinsælar. Dæmigert símtal ,, Habba við erum að koma, getur þú búið til fyrir okkur pönnukökur” Ég bjó á Arahólum og það voru nokkuð mörg góð partí haldin þar. Nágrönnum mínum líkaði ekki þetta framferði. Eitt kvöldið gengum við um stórt svæði Breiðholts þar sem góðir músíkkantar spiluðu á gítar og strollan á eftir söng hástöfum Bubba lög. Eftir þetta  tónleikaferðalag var farið upp í íbúð og eitthvað gott mallað. Sumir fengu stundum að gista.Þetta var ekkert mál. Þetta voru allt vini mínir.Síðan skyldust leiðir. Ég flutti vestur á firði til Arnars og þá datt allt niður. Það er mjög eðlilegt ferli að leiðir skiljast með árunum en þetta var svo gaman og hef oft hugsað til þessa tíma með mikilli eftirsjá.Þetta voru góð ár.Ég vona svo að heilum hug að ég komist á Reykjskólamótið þann 9.ágúst n.k. ég er vissulega farin að plana það en það er þó ekki pottþétt. Endilega skrifaðu í gestabókina ef að þú matt vera að.Kveðja Habba.p.s ég á svo margar minningar að þær rúmast á 20 blöð og fulla Reykjaskólamöppu af ljósmyndum J

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Algjörlega frábært Habba ... Ég fæ þetta að láni inn á Reykjaskólasíðuna .

Herdís Sigurjónsdóttir, 8.6.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband