15.6.2008 | 23:34
Lífið og tilveran
Góðan og blessaðan. Ég er bara nokkuð góð. Leit inná þessa síðu í kvöld og sá að ég hafði fengið 81 heimsókn
trúi því nú varla. Þar sem ég er ekki vel kynnt þá geri ég ráð fyrir því að það séu mest allt gamlir skólafélagar sem eru að kíkja í heimsókn sem ég fagna
finnst rosa gaman að fá gesti. En endilega, ef þú mátt vera að kæri lesandi þá fyndist mér frábært ef að þú myndir skrifa í gestabókina.... plíííss
það er ein heiðurskona sem hefur skrifað í hana og það er ung skólasystir mín og vinkona sjálf Herdís Siglfirðingur með meiru. Ég hef í gegnum árin því miður ekki haft tök né tækifæri til að umgangast mín kæru skólasystkini nema þá helst hana Nínu sem er líka frá Siglufirði og fyrir það er ég mjög þakklát, frábært stelpa
en það er bara frábært að kíkja inná síðu Reykjaskóla og sjá hvað hún Herdís er dugleg að blogga inná hana. Ég ætla að fara með myndaalbúmið mitt til hennar því hún er svo mikil tæknigúrú og ætlar hún að sitja vonandi allar myndirnar mínar inná síðuna
ég átti nefnilega eiginlega heima í ljósmyndakompunni góðu, var orðin nokkuð góð( ótrúlegt) að blanda saman ýmsa vökva, leggja filmu í bleyti og skola og kópera o.s.frv. ég á myndir af öllu mögulegu og ómögulegu. Hlakka til að fá að sýna þær. En þangað til bestu kveðjur. Habba
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.