20.6.2008 | 17:50
Helgin framundan :-)
Jæja þá er helgin framundan en þó ekkert helgarfrí hjá mér þar sem slatti af fólki sem er í vinnu hjá mér verður ekki að vinna en þetta reddast. Ég hvíli mig bara þegar ég verð gömul Mikið varð ég nú glöð þegar ég sá það á bloggi Herdísar að gullið mitt hafði ratað í réttar hendur og mikið væri nú gaman að geta hitt á hana n.k sunnudag. Okkur Arnari er boðið í skírn hjá litla stráknum hennar Maríu og í fimmtugsafmæli hjá Dalla. Vonandi að við komumst, það er nefnilega ekki víst í dag . Æi það er bara svona þegar maður rekur fyrirtæki. Ég hef alltaf sagt að það sé eins og að eiga lítið barn( tvíbura) með mikla magakveisu, með athyglisbrest sem þarf stöðugua umönnun. Það er andvökunætur og allar nætur þar sem barnið grenjar og svo getur það ekki lært að ganga. En það kemur að því að öll þessi þroskafrávik hætta ætla bara rétt að vona það. Já þetta var svona samlíking á því að reka fyrirtæki ( fyrstu árina,allavega) en úr einu annað, er búin að taka ákvörðun og stefni bara á það að fara á Reykjaskólamótið, og ég fer víst ein? þar sem Arnar kemst ekki með? (Litla barnið með þroskafrávikin, vill ekki leyfa honum það) ég hafði af því smá áhyggjur, Herdís fullvissaði mig um að það væru þarna flest allir án maka í fortíðarleyt eins og ég ætla að vera. Ryfja upp og hitta fólk sem ég hef ekki séð í mörg,mörg ár. Ég er meira að segja að pæla í að mæta á föstudeginum til að halda uppá á afmælið mitt með einhverjum sem þar verða mætt þar kemur bara í ljós? En mikið er nú gott að vera búin að taka þessa ákvörðun. Hlakka bara til. Þangað til næst. Habba/Hrefna
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Ég kem makalaus eins og þú en samt ekki fyrr en á laugardag. Missi af afmælinu þínu .
Ingibjörg R Helgadóttir, 21.6.2008 kl. 11:02
Við skálum þá á laugardeginum og höldum bara uppá annan í afmæli Hlakka alveg ofboðslega til að hitta þig
Hrefna Gissurardóttir , 21.6.2008 kl. 16:59
Það líst mér vel á Hlakka líka til að hitta þig gæskan.
Imba (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.