23.6.2008 | 19:55
Dásamlegur mánudagur
- Vá þetta er bara búinn að vera góður dagur ( eins og allir dagar eru) afhverju myndu sumir spyrja, jú í dag fékk ég nýju skrifstofuna mína afhenta með mublum og alles. Mikið er ég búin að hlakka til að fá almennilega aðstöðu við bókarastörfin hér heima ( það er ekki hægt toppa sýsló) þar er náttúrlega allt pottþétt. Nema hvað þegar við eignuðumst litla barnið ( Nesbrauð) þá vantaði bókara og ég var sjálfkjörin í það starf. Skrifstofan sett upp í litla herberginu ( þar sem Gissur var fluttur að heiman) en svo flutti Gissur aftur heim og þá orðinn tvöfaldur ( eins og þið vitið) og þá var bókarafíflinu búin til aðstaða inni í litlu skoti í svefnherberginu ( getur orðið solidð pirrandi, þegar Arnar þarf að vakna klukkan 5 á morgnana til að baka) ég er nefnilega B- manneskja og finnst gott að vinna á næturnar.Og það er náttúrlega ekki hægt þegar annar aðilinn í herberginu þarf að sofa svo ofan á allt bilaði talvan inní herbergi og hef ég þurft að notast við gamla fartölvu sem ( ekki er fartölva í þeirri merkingu) inní eldhúsi. Nema hvað ég er búin að vera á algjörum vergangi með skrifstofuaðstöðu. Hugsið ykkur bara, Vsk dagur og þá er ekki hægt að snæða kvöldverð ( sem er það allra heilagsta á daginn) við eldhúsborðið. Þannig að þið hljótið að gleðjast með mér þar sem Arnar er búinn að búa til æðislega flotta aðstöðu fyrir mig. Flottasta herbergið í húsinu ( sem aldrei hefur almennilega verið notað) fannst fyrir algjöra tilviljun í tiltekt Hvernig er það hægt, komið bara og sjáið. Akkúrat núna er ég að fara að koma mér þar fyrir. Sendi myndir seinna. Ég bara varð að fá deila þessu með ykkur. Þangað til næst, það er
- blessuð blíðan og bæirnir allt um kring Hrefna/Habba
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
flott blogg hjá þér mútta mín ;* gott að þú ert ánægð með nýja svæðið þitt fyrir þig að bóka
kv þín dóttir :*
Sunna Rós (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:40
Jahá bókarafífl ... góður, þú verður að koma með mynd af aðstöðunni. Ég er á vergangi sjálf hér heima. Er með vinnuaðstöðu vestur í háskóla og bráðum líka á Selfossi en heima er best ... og því verð ég að koma mér upp aðstöðu ..... Best að fara að leita og gá hvort ég get ekki fundið eina skonsu, svona rétt eins og þið.
RSK myndirnar ykkar eruð æði!
Nemendur Reykjaskóla 1980-1982, 23.6.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.