25.6.2008 | 16:44
Vá
vá ég var netlaust í tvo sólarhringa. Gat ekkert, ekkert smá hvað maður þarf að nota þetta mikið þegar það er ekki hægt. Allavega allt í sómanum, búin að koma mér voða vel fyrir á nýju skrifstofunni. Þráðlausa netið nær ekki inn í nýju skrifstofuna því þurfti að beintengja tölvuna. Og það sem-sagt tókst fyrir stuttu vá svo sá ég að Svanhildur hin eina sanna frá Markhöfða er orðin bloggvinur það verður gaman að endurnýja kynnin við hana. Hef ekki hitta hana í xxx mörg ár. Vá svo las ég nýjustu færsluna inná RSK síðunni (ekki Ríkisskattstjóra ) að það ætla bara nokkrar hræður að mæta á hittinginn þann 9. ágúst n.k. Mig langar að fara á föstudeginum en sé það ekki alveg vera að gerast ( hugsið ykkur bara ég ein með rauðvínsglas að skála fyrir mér) neeii. Hvar eru allir. Allavega er ég ekki á þessum lista og er búin að senda fyrirspurn um það þar sem ég taldi mig vera búna að skrá mig. Er samt í einhverju basli með netpóstinn ( alveg satt) þangað til næst, það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring. kveðja Hrefna/Habba
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með nýju skrifstofuna....æðislegt að hitta á þig hér, núna reynum við að halda sambandi...knús
Svanhildur Karlsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:11
HALLÓ SVANHILDUR mikið var nú gott að finna þig. Þú ert búin að vera tínd í mörg ár? Það er ekki spurnig þú losnar ekki við mig svo úr þessu Hlakka bara til að fá að frétta meira af þér. Kær kveðja Hrefna
Hrefna Gissurardóttir , 25.6.2008 kl. 18:33
Við mætum á föstudeginum og skálum fyrir öllum hinum mín kæra ... en við verðum fleiri en tvær sem mætum þá.
Reykjaskólakveðja úr Mosó.
Herdís Sigurjónsdóttir, 1.7.2008 kl. 10:25
Hahahahahahaha já við mælum skólann og málum bæinn rauðan takk fyrir þetta Herdís mín. Veistu hvað margir ætla að mæta. kv. Habba
Habba (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.