5.7.2008 | 23:58
Þegar Gunnar bakari byrjaði hjá okkur:-)
Gunnar er heldur ekki ókunnur Vesturlandinu því hann starfaði einnig um tíma í Borgarnesi. Arnar og Hrefna eigendur Nesbrauðs voru búin að reyna um tíma að ráða til sín bakarameistara en skortur á leiguhúsnæði var þar helsta vandamálið. Það vantar algjörlega í Hólminn leiguhúsnæði til langtíma leigu. Hér er nánast einungis í boði húsnæði sem hægt er að leigja yfir vetrartímann eða þá þá húsnæði sem er jafnframt til sölu og því ekki hægt að treysta á að hafa til langs tíma. Fólk er því eðlilega ekki tilbúið til að koma í ótryggt húsnæði. Arnar og Hrefna eigendur Nesbrauðs hafa rekið bakaríið af myndarskap frá því að þau tóku við því og sýnt að þau hafa metnað til að reka gott bakarí. Þau gerðu því það sem þurfti til til að geta ráðið nýjan bakarameistara til Nesbrauðs og keyptu því húsnæði til bjóða nýjum starfskrafti til leigu. Og það dugði og nú er semsagt bakarmeistarinn og Kópavogsbúinn Gunnar Þór kominn til starfa og vonandi kemst hann að því að þó það sé gott að búa í Kópavogi, þá er enn betra að búa í Stykkishólmi.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 6.7.2008 kl. 09:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.