Ástarpungar í Hólminum-)

ÆI svo bara varð ég að láta þessa flakka með, var að koma út í blaði frá Land og Sögu. Ef að þú átt leið hjá þá endilega kíktu við og fáðu þér punga Wink verst að myndin skuli ekki fylgja með. 

Við Nesveg 1 í Stykkishólmi er Nesbrauð, bakarí og konditorí sem Hrefna Gissurardóttir hefur rekið frá því 2004. Reyndar hefur alltaf verið bakarí í Stykkishólmi frá því 1904 - en ekki í húsinu við Nesveginn.

„Þetta er bakarí með konditori," segir Hrefna. „Við erum með léttar veitingar; súpur, pastarétti og smurt brauð og fólk getur hvort heldur borðað á staðnum eða tekið með sér - en hér inni í konkditoríinu erum við með pláss fyrir tuttugu gesti. Síðan erum við með stóran pall fyrir utan húsið. Á góðum dögum er oft margt um manninn hjá okkur og þá er stuð á pallinum. Á Dönskum dögum hér í Stykkishólmi höfum við haft opið allan sólarhringinn - og það vekur mikla lukku. Við erum rétt við tjaldstæðið og fólk kemur þá gjarnan við hjá okkur á leið í tjöldin, um miðja nótt eða undir morgunn, til að fá sér súpu. Ef við höfum ekki tilbúna súpu, spyrjum við bara hvaða súpu fólk vill - og eldum hana." Og brauðúrvalið er gott í Nesbrauðum. Hrefna segist vera með frábæran bakara. „Við erum með allar tegundir af brauði og það er allt bakað hér á staðnum. Vinsælustu brauðin hafa verið Nesbrauð, sem er súrdeigsbrauð með spelti og síðan er Miðjarðarhafsbrauðið okkar ákaflega vinsælt. Um helgar aukum við fjölbreytnin og erum þá með meira af suðrænu brauði, eins og hvítlauksbrauð, tómatbrauð og slíkt. En það sem er alvinsælast eru ástarpungarnir. Ég held að við séum eina bakaríið á landinu sem selur nýsteikta ástarpunga og kleinur alla daga. Af einhverjum ástæðum hafa ástarpungarnir okkar lent inn í ferðamannabæklingum og það er algengt hingað komi útlendingar, með bækling í höndum, og biðji um „asatarapunga," Í Nesbrauðum er opið alla dag,frá klukkan 08-18 frá mánudögum til föstudaga og frá 08-17 á laugardögum og sunnudögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uss þetta stefnir á frægð bara..:D

En flott blogg mútta ;* 

sunna rós (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:38

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Jammý, kem örugglega við hjá þér ef ég verð einhverntíma á ferðinni þarna

Svanhildur Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Ávallt velkomin Svanhildur mín, ég bíð þér uppá kaffi og alles bara nefndu það, hvað villtu? Hlakka bara til að hitta þig. kveðja Hrefna

Hrefna Gissurardóttir , 6.7.2008 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband