7.7.2008 | 11:36
Frábært að fá viðbrögð
Ég bara varð að skrifa smá færslu ég varð svo rosalega ánægð að sjá að gömul skólasystir hafði skrifað inná gestabókina mína engin önnur en Lóló, sem heldur að ég muni ekkert eftir henni auðvitað man ég vel eftir þér Lóló mín, aðal stuðboltinn og svo orkumikil stelpa alltaf fljót að svara fyrir sig.( það var Lóló sem fattaði uppá kjúklingunum , vona að þið skiljið hvað ég á við) Nú svo vorum við í jazzballet hópnum hennar Jónínu. En ein minning sem kom upp í huga minn var þegar Lóló kom til mín í heimsókn með fleiri stelpum uppí Arahóla þegar ég var í FB. Henni datt það snjallræði í hug að búa til karamellur ( svo saklaust) svo sátum við allar inní stofu og átum uppúr pottinum. Bara æðislegt minning sem ég gleymi aldrei. Takk fyrir að skrifa í gestabókina Lóló og það verður gaman að hitta þig i sumar.
p.s mikið væri nú gaman að geta hitt einhverja eða náð aðeins meira sambandi við fólk áður en við hittumst. ( svona hrista mannskapinn aðeins saman) bara hugmynd. Hilsen úr hólminum/ það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring/ sangria og sól. kveðja Habba
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.