10.7.2008 | 22:10
Bjórverksmiðjan mun brátt opna í Stykkishólmi :)
Ég var að bæta við nýjum tengli á síðuna mína um nýju bjórverksmiðjuna hans pabba já það er nú gott að eiga góða að hann er alveg ótrúlegur kallinn en hann er ekki einn ónei , hans frú á líka heiður skilið. Svo er búið að ráða bruggmeistara sem er auðvitað frænka mín ( ostameistari og gerlafræðingur og allt) ég er búin að bjóðast til að vera í vinnu hjá þeim frítt sem smakkari en það var ekkert vel tekið í það Allavega er stefnt að fyrsti bjórinn verði komin á markað í ágúst veit ekki nákvæmlega dagsetninguna? Kannski 8.ágúst Hvur veit ? Nýji bjórinn heitir Jökull og verður gott að fá sér einn jökul-kaldan á góðum degi. Allavega ef þú hefur áhuga á að kynna þér þessa nýju verksmiðju þá endilega kíktu á tengillinn hér til vinstri og sjáðu bara hvað þetta er flott.
Neðangreind frétt birtist í Stykkishólmspóstinum þann 16. júní s.l. og þar eru líka flottar myndir en ég er svo óskaplega ótæknileg í tæknimálunum kann bara á copy og paste, er eiginlega að hugsa um að biðja Herdísi frá Siglufirði að kenna mér á þessa blogg tækni
En hér kemur fréttinn, hvet þig svo til að skoða síðu Mjaðar ehf.
Hilsen úr hólminum, sangria og bjór
Mjöður ehf. Brugghús að komast í gang
Áður en að sett var í stóru lögunina var einnig búið að leggja í minni laganir til að sjá virkni tækjanna og þjálfa starfsfólk fyrirtækisins. Allt hefur þetta verið gerti undir leiðsögn og stjórn bruggmeistaranna Dr. Daniele Zanirati frá Ítalíu og Ralf Gerwert frá Þýskalandi sem komu hingað til að hafa umsjón með uppsetningu tækjanna jafnframt því sem þeir sáu um faglega kennslu og þjálfun starfsfólks fyrirtækisins við bjórbruggun. Þannig að nú styttist í það að fyrsta lögunin verði búinn að fara í gegnum allt ferlið og fyrstu lítrunum af JÖKUL BJÓR verður tappað á flöskur.
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.