Fimmtudagsgrín!

Fékk þetta sent í tölvupóst fyrir þó nokkru? já blessaður ungdómurinn Wink

Þessir eru góðir. Svona svipaðir og greinin sem ég las um daginn um konuna sem ætlaði að kaupa gellur í kvöldmatinn. Ungu dömurnar í afgreiðslunni könnuðust ekkert við gellur og töluðu við yfirmanninn sem sagður var um tvítugt. Hann benti konunni á að ungu stúlkurnar hjá honum væru sko ekki kallaðar gellur og hún skyldi ekki vera með neinn dónaskap!
Hún keypti bara fiskibollur í dós í kvöldmatinn.



Systir mín var að segja mér frá því að samstarfsfélagi hennar fór í verslun sem hún vissi að væru með í sölu herðatré  nema hvað hún finnur þau ekki og spyr einhvern unglingsstrák hvar herðatrén séu geymd? Strákurinn gjörsamlega tómur á svipinn: "Það er búið að pakka niður sumarvörunum. "Vá! konan bara horfði á hann hvort hann væri ekki að grínast og fór svo að lýsa því fyrir honum hvað herðatré væri: "Þetta er notað til að hengja föt á og er með svona krók."  Strákurinn: "Nei, ég held það sé ekki til." Hann hafði ekki hugmynd um hvað herðatré væri!

Ekki búið.   Þá fór önnur kona í vinnunni að segja frá því þegar hún fór í
matvöruverslun um daginn og fór á kassann með einhverjar 2 vörur og sagði við kassastarfsmanninn (sem var líka unglingsstrákur):  "Ég ætla að fá hvoru tveggja."  Strákurinn bara horfði á hana: "Hvað er hvoru tveggja?"  Þá galaði starfsmaðurinn á næsta kassa (nota bene líka unglingsstrákur): "Hey ég  LENTI í þessu um daginn, þetta þýðir hún ætlar að fá þetta bæði!"

Ég fór á bensínstöð um daginn og ætlaði að kaupa þurrkur á bílinn minn.  Ég spurði ungan mann þarna hvort hann ætti ekki til vinnukonur fyrir þennan bíl
og benti honum á bílinn minn fyrir utan.   Ungi maðurinn horfði undrandi á
mig og sagði:   "Nei, við erum bara hérna með stráka til að setja bensín á
bílinn en engar vinnukonur."   Ég varð ekki síður undrandi og spurði:  "Ég
sé ekki betur en að þið séuð með vinnukonur þarna upp á vegg."   Augnablik
sá ég bregða fyrir ótta hjá á honum og ég sá hvað hann hugsaði (líklegast snarruglaður kúnni).  En þegar hann horfi á það sem ég var að horfa á þá kom skilningsglampi í augun hans og hann sagði.  "Jááááá!,  þú meinar glugga clean."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

hehehe

Svanhildur Karlsdóttir, 17.7.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband