Góða helgi

Hláturinn lengir lífið, góða helgi öll sömul LoL  

Kæri lesandi. Ég er viðkvæmur, sköllóttur maður með staurfót.  

Ég fékk boð fyrir nokkrum vikum um að mæta í grímu-partý hjá vinafólki mínu

 

Mér datt hreinlega enginn grímubúningur í hug, svo ég ákvað að skrifa bréf

 

til búningaleigu einnar og fá hjá þeim tillögur að búningi sem gæti falið á mér skallann og staurfótinn.

 
Nokkrum dögum seinna fékk ég tölvupóst:

Kæri herra,


Við leggjum til að þú farir sem sjóræningi.

 

Sjóræningjahatturinn kemur til með að fela á þér skallann

 

og með staurfótinn lítur þú alveg út eins og sjóræningi.

 Virðingafyllst, Jón Jónsson JJ- Búningaleiga

Mér fannst þetta satt að segja hræðileg móðgun !!!
Þeir voguðu sér að stinga upp á að ég myndi bara nýta fötlun mína í búninginn!!!Ég settist því niður við tölvuna og skrifaði frekar harðort kvörtunarbréf til búningaleigunnar. Viku síðar fékk ég loks svarpóstinn frá þeim:

Kæri herra,

Afsakaðu þetta með staurfótinn.

Ef við hefðum vitað að þetta væri svona viðkvæmt mál fyrir þig

 

þá hefðum við aldrei stungið upp á þessu með sjóræningjabúninginn.

 

Við leggjum til að þú farir sem munkur.

 

Munka-kufl er svo síður að hann felur staurfótinn

 

og með náttúrulegan skalla  lítur þú út nákvæmlega eins og alvöru munkur.

 Virðingafyllst, Jón Jónsson JJ- Búningaleiga

Núna varð ég alveg brjálaður!!!!
Skítt með staurfótinn, en að ætlast til að ég myndi nota skallann á mér sem hluta af búningi tók alveg steininn úr!!!! Ég settist því enn og aftur við tölvuna og skrifaði virkilega harðort kvörtunarbréf til bölvaðrar búningaleigunnar.

Þegar ég vaknaði daginn eftir beið mín svarbréfið frá þeim í tölvunni:

Heyrðu góði,

Finndu stóra fötu af mjúkri karamellu.

Helltu karamellunni yfir sköllóttan hausinn á þér,

 

stingdu staurfótnum upp í rassgatið á þér

 

og farðu sem sleikipinni!

 Jón Jónsson JJ- Búningaleiga

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

hehehe

Svanhildur Karlsdóttir, 18.7.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

frábært að fá viðbrögð takk Svanhildur. Stefni á að sitja einn brandara á dag á síðuna. Hláturinn lengir lífið

Hrefna Gissurardóttir , 19.7.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband