31.7.2008 | 17:32
Heima um helgina?
Góðan og blessaðan? Eitthvað er nú þessi síða búin að breytast, er búin að vera í algjöru rugli með útlitið eftir þessa bilun sem varð í bloggheimum mér fannst t.d. ekki flott að sjá þessa appelsínuhúð í stað Líomon-litinn minn sem er mitt einkenni, liturinn og áferðin minnti soldið á lærin á mér svo hurfu bloggvinirnir mínir af síðunni og get ég engan veginn sett þá inn aftur. Var ekkert smá ánægð með að hafa Reykjaskólasíðuna, Herdísi, Imbu og síðast en ekki síst Svanhildi á forsíðunni. Ætla nú samt ekki að láta þetta fara mikið í taugarnar á mér. Í stað brandara sem ég hef sett inná ætla ég að breyta til og birta hér uppskrift að ljúffengum veigum, hægt að nota sem desert eða aðalrétt svona til að laga appelsínuhúðina. Þetta er náttúrlega alveg bráðnauðsynlegt bara svo maður eigi það ekki á hættu að tapa einhverjum kílóum
Njótið öll sömul ( þ.e.a.s ef að einhver les þetta) ?? Já og góða helgi. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring, sangria og sól kveðja HrefnaDÁSAMLEG HOLLUSTA.
Hráefni:150 gr Haustkex75 gr smjör- bræða smjörið og mylja kexið smátt. Blanda svo saman og þrýsta í botninn á formi eða skál, og líka smá upp með hliðum.1 peli rjómi6 Snickers (venjulega stærðin)250 gr Mascarpone-ostur2 bananarofaná:Salthnetur1 banani Aðferð: Bræða snickersin í rjómanum við vægan hita, passa að hræra stöðugt.Þegar því er lokin skal taka pottinn af hitanum og setja Mascarpone-ostinnút í og hræra í þar til hann er alveg bráðinn. Raðið einföldu lagi afbananasneiðum ofan á botninn og hellið svo ostablöndunni yfir. Kælið íísskáp í góða stund.Skreytið kökuna með salthnetum og bananaFlokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Girnileg uppskrift, en má ekki borða þetta....svona er að vera orðin gömul
Svanhildur Karlsdóttir, 31.7.2008 kl. 20:33
Svona, svona, skólfaðu þessu í þig og þú yngist um mörg ár, gamla hvað?
Hrefna Gissurardóttir , 31.7.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.