Góða verslunarmannahelgi!

Jæja blessuð helgin framundan, vona bara að allir komi heilir heim eftir hana. Verð alltaf pínu móðursjúk þegar þessi helgi brestur á. Skil það samt ekki. Hef aldrei, nota bene hef aldrei farið á Þjóðhátíð eða aðrar skemmti hátíðir á verslunarmannahelgi nema auðvitað fór á nokkur Unglingalandsmót sem ég fíla í botn. ( er alveg rosalega heilbrigð Whistling  ) mér fannst alltaf svo frábært þegar börnin mín voru í skátunum og í íþróttum og það var eitthvað mót framundan þá var farið á Landsmót Skáta eða á Unglingalandsmót.  Bara gaman. En þar sem ég er bara með fullorðna einstaklinga og eina gelgju ( sem er hætt í íþróttum) þá fer ég ekki neitt þessa helgi enda mikið að gera og allt..... er eiginlega bara hálf fúl að þessi helgi skuli akkúrat lenda á mánaðarmótum? Virðisaukaskil á þriðjudag, launakeyrsla, senda út reikninga og allur þann pakki. Já og svo er bara svo mikil rjómablíða.. að það er fullt að gera í bakaríinu ( sem að er bara jákvætt Smile  ) en góða helgi öllu sömul og gangið nú hægt um gleðinnar dyr Wink  ætla að enda þessa vitleysu á dagsannri sögu úr kvikmyndahúsi af höfuðborgararsvæðinu. Já enn og aftur blessaður ungdómurinn LoL


 
 Kona ein fór í bíó með börnin sín þrjú. Í hléinu ákvað hún að gefa börnunum  ís og fór því í sjoppuna.
 Nú, þegar öll börnin eru komin með ísana sína og hún er búin að borga  langar  konuna skyndilega líka í ís.
 Hún segir því táningsstúlkunni sem var að afgreiða hana að sig langi líka í  ís og hún skuli bara skella honum á kortið. Hún réttir svo stúlkunni  krítarkortið sitt.
 Stúlkan starir á hana og hváir við.
 ,,Mig langar í ís lika, skelltu honum bara á kortið," endurtekur konan.
 Ok segir stúlkan, tekur kortið, fer að ísvélinni, tekur í handfangið og
 skellir einu stykki ís beint á kortið sem hún hélt á í hinni höndinni.
 Það þarf vart að taka það fram að þeir mörgu sem urðu vitni að þessum
 atburði störðu í fyrstu furðu lostnir á ísinn á kortinu en sprungu svo úr
 hlátri.....
 Já, það er víst satt sem sagt er, raunveruleikinn slær skáldskapnum við...Cool
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góð bíósagan     Góða helgi

Svanhildur Karlsdóttir, 2.8.2008 kl. 08:52

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Heil og sæl mín kæra.... jæja nú er það bara vika .....

Eins spurning. Af hverju heitir síðan þín 8. ágúst ?

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

gjörsamlega alveg eins spurning... hvað er að mér?... líklega spenningurinn

Herdís Sigurjónsdóttir, 2.8.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Vá já vika í dag, bara gaman hlakka mikið til. Síðan mín heitir 8agust þar sem ég afmæli 8 ágúst ( alveg eins og stafurinn Á)  gerði þetta bara til að minna á afmælið mitt. Held alveg rosalega uppá þennan dag. ( alltaf gaman þá) Þess vegna var ég svo í miklum vafa að koma á hátíðina þennan dag  ætlaði mér það en svo tilkynnti vinkona mín (sem býr í Englandi) að hún ætlaði að mæta á svæðið með manninn sinn, svo ég slaufaði af ferðina á föstudeginum en mæti bara í stuði á laugardag Takk fyrir innlitið stelpur það er alltaf gaman að sjá að einhver er að skoða bullið mitt. Vona að þú sért að lagast í bakinu Svanhildur mín og að kallinn hennar Herdísar sé að jafna sig eftir brotið?

Hrefna Gissurardóttir , 2.8.2008 kl. 14:23

5 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Mér datt það í hug skvís en hélt náttúrulega að þú værir svona rosalega spennnnnnnnnt að hitta okkur  og hefðir breytt nafninu.... Not!

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.8.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband