Þriðjudagur til þrautar?

Þá er nú þessi dagur að verða búin, bráðum Wink  afrekaði margt og mikið í dag. Alveg heil ósköp.  Þar sem að ég ætla að hitta gömul skólasystkini mín á næstu helgi, ákvað ég að fríska aðeins uppá útlitið og fór í klippingu í morgun, bara dásamlegt Joyful  að láta dekra við sig. Nú svo eftir það þá afrekaði ég að fara í bankann og ganga frá smá málum, kaupa umslög fyrir reikninga ( sem ég var að vinna í um helgina) svo aftur heim og setja í umslög, niður á pósthús ( með reikningana) uppá sýsló að  vinna,kom við á skrifstfu Stykkishólmsbæjar eftir vinnu, fór og kíkti í heimsókn niður á Sæferðir og heilsaði uppá Svanborgu vinkonu,  heim að leika við Jón Benjamín ( prinsinn) nú borga reikninga í heimabankanum, borga launin, redda kvöldmat, setja í þvottavél, taka úr þvottavél o.s.frv. er svo að klára þessi blessuðu mánaðarmót þessa stundina. Þetta ætlar að hafast. N.k. föstudag er ég búin að taka mér frí á Sýsló og þann dag ætla ég bara að gera ekki neitt Cool  þar sem ég á nú loksins afmæli ætla ég að njóta dagsins og vona að ég fái nú einhver símtöl frá vinum og ættingjum Woundering  svo fæ ég gesti í kvöldmat sem koma alla leið frá Bretlandi. Nú svo er Inga systir búin að lofa að hringja í mig og Elsa litla systir líka? kannski fleiri? hvur veit Woundering  þar sem þessi blessaða síða var bara stofnuð með nafni á mínu merkilega afmæli og líka útaf væntanlegu skólamóti þá ætla ég rétt að vona að ég muni nú halda áfram að skrifa inná hana Errm  það kemur bara í ljós. Á laugardaginn n.k. ætla ég svo að skunda af stað ALEIN, uppí Hrútafjörð og athuga hvort ég kannist við einhver andlit skemmta mér og ekki að fara snemma að sofa, eiginlega ætla ég að sitja á smóknum og horfa yfir á Borðeyri, alla nóttina, þessa dásemd, sem er að mínu mati einn af fallegustu stöðum á landninu fyrir utan Gullfoss og Stykkishólm Wink  já og Þingvelli og Vestfirði eins og þeir leggja sigHalo  jú jú svo er nú sæmilega fallegt á Akureyri og þar um kringWink  og Þjórsáraldur er nú líka alveg skít sæmilegurWink  æi þetta er ekki hægt, það er allstaðar jafn fallegt, minn uppáhalds er að vera úti í Svefneyjum og horfa í kringum mig á Breiðafjörðin það er bara ekkert í veröldinni sem toppar það. ( mín skoðun) en nú er lag að hætta þessu bulli og snúa sér að öðru. Hafið það sem allra best. Hilsen. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring. Kveðja Hrefna

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara Diljá Hjálmarsdóttir

Ég ætla ekki að hringja :) ég ætla að mæta á tröppurnar heim til þín og knúsa þig:)

Sara Diljá Hjálmarsdóttir, 6.8.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Nú er kominn 8.ágúst, innilega til hamingju með daginn Habba mín , hlakka til að hitta þig á laugardaginn. Kær kveðja Imba

Ingibjörg R Helgadóttir, 8.8.2008 kl. 01:09

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Æi elsku stelpan mín, fyrirgefðu hvað ég er sein að hugsa......til hamingju með daginn í gær.....vonandi verður gaman hjá þér um helgina   

Svanhildur Karlsdóttir, 9.8.2008 kl. 09:22

4 identicon

sko gömlu  þetta geturu !!

þú ert frábær penni Hrefna, gaman að lesa bloggið þitt.

Hafið það gott.

Birna Ármey (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband