Mánudagur til mæðu?

Nei nei það er engin leiðindin þó að mánudagurinn sé komin samt fúlt hvað helgin  leið fljóttFrown . Framan af laugardeginum var ég svona að humma fram eftir degi hvort að ég ætti að vera að fara á Reykjaskólamótið, varð fyrir smá þrýstiningi hér heima? Fólk var eitthvað hrætt við að ég yrði fyrir vonbrigðum, það væri bara best að vera heima? Sem betur fer hlustaði ég ekkert mikið á þessar raddir og dreif mig af stað, seinna en ég ætlaði sen seint koma sumir en koma þó? Þegar á staðinn var komið ætlaði ég varla að þora út úr bílnum, náttúrulega allir komnir.... og ég er orðin svo minnislaus á andlit og nöfn ..... en allavega út úr bílnum fór ég. Ég var ekki búin að vera lengi úti við þegar að kom maður ( sem ég kannaðist ekkert við) nei sæl og blessuð, gaman að sjá þig og þá gat ég loksins farið að anda rólega, þetta var sem sagt viðmótið allir voða glaðir og gaman að sjá hvað fólk hafði í raun lítið breyst þegar maður vissi hver var hvað. Ég heilsaði reyndar ekki öllum enda var ég ekki með öllu þessu fólki í skóla þar sem þetta voru tveir árgangar. Fann fljótlega haldreipið mitt hana Imbu og ég bara hélt mér í hana ( greyið hún) ég gisti með henni í herbergi á sundlaugarvistinni. Mjög gaman að hitta stelpurnar sem voru þar. Allt var bara mjög skemmtilegt og tíminn leið alltof hratt áður en maður vissi af var borðhaldið yfirstaðið og þá var farið út í íþróttahús þar sem djammað var alla nóttina og fram á morgun. Uppí morgunmat og svo voru bara allir farnir. Búið. Sjáumst eftir fjögur ár var sagt. Ég fékk símtal þar sem skrítin pattstaða hafði komið upp hér heima við og þurfti ég að drífa mig í hvelli, fór þá að leita að herbergisfélaga mínum  því ég varð að fá að kveðja hana. Leitaði  uppi og vestur en hvergi var hún. Fannst mjög leiðinlegt að geta ekki kvatt hana og Herdísi en þegar ég er að bruna í burtu sá ég hana vera koma úr  skólahúsinu og eina sem ég gat sagt var að opna gluggann og segja BÆBlush  mjög barnalegt en ég vona að mér verði fyrirgefið.  Þessi helgi var mjög skemmtileg og skrítið að hún skuli vera afstaðin. Ég fékk bréfið um þetta skólamót í febrúar og er spenningurinn búin að vera stig magnast og svo eftir hana verður svona spennufall. Hún er búin. En hvur veit nema að þetta verði endurtekið, vonandi eftir fjögur árWoundering

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Helgadóttir

Hvaða,hvaða...... það var mjög gaman að geta stutt þig Habba mín, finnst ég nú ekki hafa haft neina byrði af þér sko  svo er "bæ" alveg fullgild kveðja í dag, sjáumst bara vonandi fljótlega, vonandi hefur verið allt í lagi heima.

Imba

Ingibjörg R Helgadóttir, 13.8.2008 kl. 12:41

2 Smámynd: Hrefna Gissurardóttir

Æi takk Imba mín, ég var samt hálfgerður ræfill varð eiginlega kjaftstopp, mjög hissa eftir heimsóknina frá einhverri konu sem leit í heimsókn í herbergið okkar þar sem hún sagðist ekki vilja heilsa mér, þar sem ég myndi örugglega lemja hana? eða eitthvað í þá veruna. Held að hún sé eitthvað stöðnuð í þroska? allavega hef ég ekki séð hana í ein 26 ár? má vera að ég hafi þekkt hana þá, en geri það svo sannarlega ekki núna

Hrefna Gissurardóttir , 13.8.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband