20.8.2008 | 10:26
Hvaða dagur er í dag?
Góðan og blessaðan er svona öll að koma til eftir síðustu helgi. Dönsku dagarnir í ár voru aðeins öðruvísi en verið hafa undanfarin ár þ.e.a.s ofboðslega mikið af ungum krökkum á fyllerí og þá er ég að tala um börn á grunnskólaaldri. Ég afgreiddi t.d eina unga snót mjög sæt stelpa sem að var vel í glasi og mér brá all verulega þegar ég leit aftan á debetkort henna og sá að hún var fædd 1995 svo var mikið verið að brjóta og skemma. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður á þessum dögum. Ég hefði viljað sjá meira af fjölskydlufólki? en það er ekkert að marka mig því ég var að vinna í bakaríinu frá klukkan 17 á daginn og fram til 9 næsta morgun ( bara um helgina) ég er sko engin hetja, rétt hafði þetta af og er eins og ég segi öll að koma til. Opnaði tölvugarminn rétt áðan og sá að ég hafði eignast nýjan bloggvin, velkomin Gunna á Bensó ( þú heitir það). svo að ég fari úr einu í annað þá náði ég að horfa á landsleik Ísland-Pólland í morgun og þá vaknaði maður svona allt í einu og eftir 3-4 kaffibolla. Er núna að fylgjast með leik dana og króata á dönsku rásinni. Þetta er eitt af því skemmtilegra sem ég geri að horfa á landsleik í handbolta ( fótbolta,körfubolta.... nema hvað, þegar ég skreið framm úr einn morguninn til að horfa á leik Íslands-suður-kórea (man ekki hvaða dag) allavega eldsnemma var það kl. 5 ?hver haldið þið að hafi ekki setið í stúkunni á sjálfum Ólympíuleikunum Linda vinkona og Bogi hennar og strákarnir þrír, mikið var ég nú glöð að sjá hana og veita strákunum okkar stuðning. Maður sér Lindu orðið svo sjaldan þannig að þetta gladdi mitt hjarta verulega og ég vaknaði í hvelli og eftir þrjá-5 kaffibolla. Nú er lag að kíkja á stöðuna í leik dana. Hugsið ykkur litla Ísland er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum ÁFRAM ÍSLAND.
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Takk yrir að samþykkja blogvináttuna Hrefna mín, kær kveðja frá Gunnu á Bensó
Guðrún Jóhannesdóttir, 20.8.2008 kl. 13:43
Velkomin aftur í bloggheima Segðu mér.... á hún Linda þessi son í handboltalandsliðinu ?
Kær kveðja frá Tanganum. Imba
Ingibjörg R Helgadóttir, 20.8.2008 kl. 21:17
Úffff, elsta barnabarnið mitt er fædd 1995.......en hún var bara heima hjá sér
Svanhildur Karlsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:01
Takk Gunna mín fyrir að vera bloggvinur minn. Alltaf gott að eiga góða að já og Imba svo ég svari spurningu þinni þá á hún Linda vinkona mín engan dreng í Landsliðinu ( því miður) en þetta eru allt efnilegir strákar sem að hún á. Hún er bara stödd í Kína með sinni fjölskyldu að fylgjast með olympíuleikunum. Svo er það bara föstudagurinn já keppum á móti spánverjum ( verðum að halda okkur á jörðinni) en ef að við vinnum þann leik á litla Ísland möguleiga að keppa um gullið. ( mín spá er að við keppum um gullið við frakka) en það er bara spá. Hislen Hrefna
Hrefna Gissurardóttir , 21.8.2008 kl. 00:13
Það er satt og rétt hjá þér. Spurningin hljómar kanski einkennilega en móðir hans Björgvins Páls markvarðar heiti Linda nebblega og þekkti ég hana ágætlega í denn, var bara að spekúlera hvort þetta væri kanski hún
Kær kveðja, Imba
Ingibjörg R Helgadóttir, 21.8.2008 kl. 00:20
Takk fyrir innlitið Svanhildur mín, skil ekki alveg hvað er að ske með þessar athugasemdir hjá mér þar sem þær birtast ekki. Hilsen
Hrefna Gissurardóttir , 21.8.2008 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.