Góðan og blessaðann daginn :-)

Jæja nú er mál til komið að skrifta? Hafði smá tíma aflögu og prófaði að kíkja á bloggið mitt og sá að ég hafði ekki skrifað neina færslu síðan í enda ágústBlush o.k það er bara búið að vera mikið að gera. Ég var í sumarfríi allan september og gerði allt sem ég hafði látið bíða. Þannig er nú það. Síðast þá skrifaði ég um flutningana hans Gissur og litla Jóns. Það gengur svo vel hjá þeim miklu betra en ég þorði að vona. Jón er búinn að aðlagast leikskólanum og fílar hann í botn. Gissuri gengur vel í námi og er búinn að kynnast fullt af góðu fólki. Síðan þeir fluttu er Gissur búinn að koma tvisar heim í helgarheimsókn ( mömmumat Wink ) og með smá óhreinan þvottFootinMouth og farið héðan úthvíldur og vel mettur. Litli Jón kom að sjálfsögðu með. Þeir feðgar voru hér á síðustu helgi og var sú helgi ógleymanleg ( ætla ekki nánar út í það) en þessi heimsókn olli töluverðu uppnámi á mínu heimili. Nú svo er ég búin að vera vinna smá í bakaríinu í afgreiðsluni og hér heima í bókhaldinu.  En mikið af tíma mínum hefur verið vinna i kringum Emblurnar. Það eru tveir stjórnarfundir sem hafa verið hér heima og þrír félgasfundir. Skipulag í kringum fundina, nefndarskiparnir og niðurröðun á fundum. Finna fundarstað og leita eftir tilboðum. Fá tilboð í mat, senda tölvupóst á allar Emblur og svara póstum frá þeim. Síðasti fundur sem var s.l miðvikudag gekk mjög vel. Við fengum heimsókn frá Zontaklúbbnum Emblu frá Reykjavík. Við hittumst kl. 18.30 uppá Hóteli og borðuðum allar saman, og eftir félagsmál og kynningu á báðum félögum enduðum við fundinn niður í Frúarhúsi. Þar var höfðinglega tekið á móti konum en ekki við öðru að búast þegar Rakel á í hlut. Góður félagsskapur og fallegt umhverfi í einu af flottasta húsi bæjarins. Það er bara ekkert sem getur toppað það. En nú læt ég staðar numið. Ætla að skella mér í smá göngutúr og verða ofvirk þegar ég kem heim Smile Þangað til næst. Það er blessuð blíðan og bæirnir allt um kring. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Gaman að sjá aftur líf hér hjá þér      Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband